Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja?
útgefið

Við höfum fjallað um hugtakið „siðglöp“ hér á síðunni okkar þar sem við höfum útskýrt það og skilgreint og rakið í stuttu máli ástæður þess. Hjá okkur nær orðið yfir verknað vítaverðs siðferðislegs gáleysis sem leiðir til þess að reglum og hefðum er ekki fylgt.

Á undanförnum árum hefur verið fjallað um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Á það ekki síst við eftir hrunið þar sem samfélagið og skattþegnar landsins þurftu að taka á sig auknar byrðar í kjölfar hruns innlendra banka- og fjármálastofnana.

En samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja nær lengra. Hún varðar virka þátttöku fyrirtækjanna í samfélaginu umfram þess sem krafist er í lögum eða reglum fyrirtækisins.

Ef við skoðum hinsvegar fagmanninn þá er hann andstæða þess sem fremur siðglöp. Fagmaðurinn berst gegn því að uppræta kæruleysi og hugsunarleysi og leitar allra leiða við að beita aðferðafræði sinni í eigin þágu, þágu viðskiptavinar og í þágu samfélagsins alls.

Í raun má segja að samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja sé ekki ósvipuð þeirri ábyrgð sem hvílir á herðum fagmannsins og þeirra krafna sem hann gerir til sjálfs sín.

Með samfélagslegri ábyrgð eru fyrirtæki hvött til að stuðla að góðu siðferðis í viðskiptum, virðingu fyrir náttúru og umhverfi og sjálfbærni í efnahagslegri framþróun.

Stuðlum að fagmennsku, stuðlum að samfélagslegri ábyrgð og tryggjum þannig sem besta góða viðskiptahætti inn í framtíðina.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »