Cohn & Wolfe gengur í Gagnabandalagið
útgefið

Greining, miðlun og túlkun gagna og upplýsinga er mikilvægur þáttur í því hvernig Cohn & Wolfe stundar nútíma almannatengsl. Fyrirtækið hefur styrkst enn frekar á því sviði.

Gagnabandalagið (The Data Alliance) er starfrækt innan WPP samsteypunnar. Tilgangur þess er að halda utanum, styðja og styrkja gagnadrifna starfsemi fyrirtækja innan WPP.

Bandalagið var stofnað af fyrirtækjunum GroupM, Kantar, WPP Digital og KBM Group árið 2011. Allt eru þetta fyrirtæki sem sérhæfð eru í rannsóknum og ráðgjöf.

Nú hefur Cohn & Wolfe ásamt JWT gengið í Gagnabandalagið. Gögn frá BrandZ og Brand Asset Valuator hafa nýst vel við ráðgjöf og rannsóknir. Þetta mun veita enn meiri afli inn í þann þátt starfseminnar.

Ítarlegar upplýsingar og kortlagning byggð á áreiðanlegum gögnum ásamt skýrum verkferlum og aðferðafræði veitir Cohn & Wolfe forskot sem fá fyrirtæki í almannatengslum geta keppt við.

Þetta kemur okkur hjá Cohn & Wolfe Íslandi að sjálfsögðu til góða og rennir frekari stoðum undir faglega ráðgjöf okkar í nútíma almannatengslum.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »