Ed Ney, stjórnarformaður Y&R látinn
útgefið

Ed Ney, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Young & Rubicam frá 1970 til 1989, er látinn. Hann var goðsögn í heimi almannatengla og sá sem fyrstur innleiddi samhæfð boðskipti og okkar frægu „Best alone, Better Together“ aðferðafræði.

Undir forystu Ed voru fest kaup á fjölda almannatengslafyrirtækja eins og Sudler & Hennessey, Wunderman, Burson-Marsteller og Londor sem lögðu grunninn að stórveldinu Young & Rubicam Group. Ed var þeim hæfileikum gæddur að sjá lengra en samferðamenn sínir og í raun starfsgreinin í heild sinni.

Ed gegndi jafnframt stöðu bandaríska sendiherrans í Kanada frá 1989-1992 þar sem hann var ötull talsmaður þess að efla viðskiptasambandið milli þessara tveggja landa og Mexíkó. Árið 1999 settist hann í stól stjórnarformanns emerítus hjá Y&R og leit við á skrifstofunni uns heilsan brast.

Merkilegur maður er fallinn frá og hans verður ábyggilega minnst í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum á næstu dögum og vikum fyrir afrek sín og framsýni. Hans verður sárt saknað.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »