Stúdentar við Emerson-háskólann heimsækja Cohn & Wolfe Íslandi
útgefið

Öðru hvoru fáum við hjá Cohn & Wolfe heimsókn frá stúdentum og öðrum þeim aðilum sem hafa áhuga á boðskiptafræðum. Fyrir nokkru komu nemendur í boðskiptafræðum við Emerson-háskólann í Boston í heimsókn.

Gregory Payne, stundakennari við boðskiptafræðideild skólans fór fyrir hópnum sem samanstóð af honum og tíu nemendum hans sem vildu kynna sér hvernig þessum málum er háttað hérlendis.

Hópurinn hitti starfsmenn Cohn & Wolfe og fékk innsýn í helstu starfsaðferðir fyrirtækisins. Þar var áhersla lögð á að benda á sérstöðu útibússins á Íslandi, veita nemendunum lýðfræðilegar upplýsingar og benda á gríðarleg netnotkun Íslendinga og veru á samfélagsmiðlum. 

Á Íslandi eru ríflega 203.260 prófílar á Facebook sem gera tæplega ¾ hluta þjóðarinnar. Af þeim eru 60% notaðir daglega.

Hópurinn var einnig kynntur fyrir íslensku nýyrði sem smíðað var af Cohn & Wolfe til að útskýra eina af aðalorsökum þess að hér varð efnahagshrun haustið 2008. 

Þetta er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækisins þar sem orð og hugtök eru skilgreind til að fanga merkingu fyrirbæranna frá staðbundnu sjónarhorni.

Á íslensku heitir fyrrnefnt nýyrði, „siðglöp“, og hefur það nú þegar ratað inn í nýyrðaorðabók. Orðið er erfitt að þýða þótt sú hindrun hafi verið yfirstigin með hjálp dr. Gauta Kristmannssonar, lektors í þýðingarfræðum við Háskóla Íslands. Orðið merkir að með siðferðilegum einfeldningshætti geti fólk ómeðvitað tekið ákvarðanir sem siðferðilega upplýst og ábyrgðarfullt fólk myndi ekki taka. Enda hafi þessar ákvarðanir hræðilegar afleiðingar.

Nemendurnir deildu þeirri sýn með starfsmönnum Cohn & Wolfe að þetta væri gott vinnuheiti fyrir margar af þeim aðstæðum sem komið geta upp þegar samskipti eru annars vegar og sögðust taka hugtakið „siðglöp“ með sér heim til Boston.

Skilgreiningar eins og þessar eru mikilvægur hluti af starfsemi Cohn og Wolfe á Íslandi. Skilgreiningarnar eru notaðar til að þróa og ákvarða samskipti sem taka útgangspunkt í tengslaformúlu fyrirtækisins sem starfsmenn þess hafa þróað undanfarin ár.

Að lokum viljum við þakka nemendunum við Emerson-háskólann fyrir gagnlegar samræður og samanburð á samskiptamódelum Evrópu, Norður-Ameríku og Norðurlandanna.    

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »