Eru vetrarólympíuleikarnir í Sochi martröð almannatengilsins?
útgefið

Skipuleggjendur, styrktaraðilar og ríkisstjórn Rússlands hafa öll orðið fyrir barðinu á neikvæðum fyrirsögnum heimspressunnar í kjölfar vetrarólympíuleikanna sem hefjast í Sochi 7. febrúar næstkomandi.

Hluti af skýringunni eru sérkennileg viðhorf rússneskra stjórnvalda í garð samkynhneigðra, mótmælenda auk skýlausra mannréttindabrota þeirra.

Eins og svo oft áður þegar kastljós fjölmiðla beinist að ákveðnum löndum í tengslum við stórviðburði á íþróttasviðinu er mikilvægt að undirbúningur við framkvæmdir og aðbúnaður starfsmanna sé viðunandi.

Nýlegar fréttir af slysum og dauðsföllum í Brasilíu í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í sumar varpa óneitanlega dökku ljósi á viðburðinn sem fram fer í skugga slysa og dauðsfalla.

Fregnir berast af því að ráðamenn og þjóðhöfðingjar hyggist sniðganga vetrarólympíuleikana í Rússlandi til að mótmæla mannréttindabrotum og margskonar yfirgangi þarlendra stjórnvalda.

Hlutverk þeirra sem koma að almannatengslum og kynningu ólympíuleikanna er því vandasamt. Stöðugt þarf að slökkva elda, stöðugt þarf að bregðast við neikvæðri umfjöllun og hemja umræðuna sem snýst um allt annað en það sem hún á vitanlega að gera: leikana sjálfa og frammistöðu þátttakenda.

Það hjálpar vitanlega ekki að hafa yfirlýsingaglaða ráðamenn eins og borgarstjóra Sochi sem fullyrðir að engir samkynhneigðir finnist í borginni. Slíkt umtal er vitanlega  til þess fallið að drekkja því sem þó heppnast vel.

Og þegar stjórnvöld reyna að auka jákvæða ímynd sína með því að sleppa úr haldi tveim liðsmönnum pönksveitarinnar Pussy Riot og Grænfriðungum er það túlkað sem yfirklór og sýndarleikur.

Þetta er meðal þeirra áskorana sem almannatengsl byggja á. Þetta er meðal þess sem fagráðgjafar Cohn & Wolfe fást við daglega með aðgangi að víðtæku tengslaneti dótturfyrirtækja samsteypunnar.

Kynntu þér fagráðgjöf Cohn & Wolfe og verndaðu þannig þá vöru eða þjónustu sem þú og fyrirtækið þitt býður.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »