Úthýsing verkefna eykur möguleika á tekjuöflun fyrirtækisins
útgefið

Eitt hið elsta og best þekkta lögmál hagfræðinnar snýr að samkeppnishæfni og var þróað í byrjun 19. aldarinnar. Hagfræðinemar læra ástæður fyrir því hvers vegna sum fyrirtæki úthýsa hinum og þessum verkefnum.

Jafnvel þótt starfsmenn fyrirtækisins ynnu tiltekið verk betur og hraðar en allir aðrir geti það samt borgað sig að úthýsa verkinu og láta einhvern annan annast verkið. Af hverju?

Fyrir hvern klukkutíma gefst möguleiki á tekjum sem ekki væri fyrir hendi ef starfsmenn fyrirtækisins sinntu sjálfir t.d. þeim þáttum sem kæmu ekki beint að sölu dagsins, eins og ákveðnum og fleiri þáttum markaðsvinnunnar. Boðmiðlunin er gott dæmi. Samhæfing hennar er hagræðing.

Ef starfsmenn fyrirtækisins ynnu hinsvegar tiltekið verk verr og hægar en æskilegt þykir þá er úthýsun augljóst hagstæðari kostur. Gæði verka, t.d. markaðsvinnunnar, er að finna í því hversu þverfaglegt, djúpt og mikið er unnið.

Hver króna sem sett er í tiltekin verk hlýtur að eiga skila markmiðabundinni ávöxtun. Hún gerir það ekki ef möguleikum á tekjuöflun fækkar með ónauðsynlegu álagi á starfsmenn fyrirtækisins.

Kannaðu frekar mögulegar úthýsileiðir. Bjargráðin eru til staðar ef rétt stefna leiðir skipulagið.

Skoðaðu þessar síður:

Viðfangsefni Cohn & Wolfe

Mörkun og sköpun Cohn & Wolfe

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »