Cohn og Wolfe færir út kvíarnar í Mið-Austurlöndum
útgefið

Bandaríska almannatengslafyrirtækið Cohn & Wolfe hefur keypt hlut í BPG sem er eitt þekktasta almannatengslafyrirtæki í Mið-Austurlöndum með það að markmiði að auka fótfestu sína og sýnileika á svæðinu.

Í kjölfarið mun Cohn & Wolfe opna skrifstofur í Dúbai, Abu Dhabi og Baghdad auk þess að eiga samstarfsaðila í Kaíró og Muscat. Donna Imperato hefur stýrt fyrirtækinu síðan árið 2002 og sér mikla möguleika á svæðinu og vill leiða fyrirtækið til enn frekari stækkunar þar.

„Við höfum mettað markaðinn í Bandaríkjunum og Evrópu og sjáum sóknarfæri við að ná markaðshlutdeild í Asíu og M-Austurlöndum sem verða sífellt mikilvægari markaðssvæði.

Mikil sóknarfæri í Mið-Austurlöndum

Við ætlum að skoða stækkunarmöguleika okkar í Asíu þar sem við náðum aukinni markaðshlutdeild á síðasta ári auk þess að skoða Mið-Austurlöndin, Afríku og Suður-Ameríku. Stóru vaxtarmöguleikarnir núna eru hins vegar í Mið-Austurlöndum og Asíu,“ að sögn Donnu Imperato.

Imperato sagði að samruninn við BPG gerði það auðveldara að verkum fyrir Cohn & Wolfe að bjóða bandarískum og evrópskum viðskiptavinum sínum ráðgjöf í Mið-Austurlöndum. 

„Þetta byrjaði á því að tveir af viðskiptavinum okkar spurðu hvort við værum með starfsemi í þessum heimshluta og þar sem við vorum einungis með samstarfsaðila á svæðinu varð mér ljóst að ef við ætluðum að fá stóra alþjóðlega viðskiptavini þurfum við að bjóða topp þjónustu í Mið-Austurlöndum.

Við viljum stækka netverk okkar á svæðinu og geta sett viðskiptavini okkar í samband við fólk sem þekkir svæðið vel, mjög vel.“

Spennandi tímar framundan

Imperato segir að áhersla fyrirtækisins á þessum markaðssvæðum sé svar við aukinni eftirspurn viðskiptavina sem sjá mikil sóknarfæri á svæðinu þar sem þroskaðri markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum séu mettaðir vegna bágborins efnahagsástands. 

„Ég held að M-Austurlönd verði sérstaklega mikilvægt markaðssvæði núna. Margir viðskiptavina okkar hafa náð ákveðinni mettun í Bandaríkjunum og Evrópu þannig að þeir eru farnir að hugsa með sér hvert þeir eigi að sækja til að stækka og fara þess vegna inn á markaðssvæði eins og Asíu og Mið-Austurlönd. Þannig hugsa viðskiptavinir okkar.“  

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »