Hvað er félagsmiðun á félagsmiðlum og hvar er hún mest?
útgefið

Greininga- og upplýsingasíðan socialbakers.com hefur nú tekið saman lista yfir þau lönd þar sem félagsmiðun fyrirtækja á Facebook er mest og best á 3. ársfjórðungi 2013.

Félagsmiðun er þýðing á socially devoted en það er mælikvarði sem felur í sér nokkra þætti. Þeir eru helstir:

• Hvort fyrirtæki veita aðgengi að sjálfum sér í gegnum félagsmiðla þar sem viðskiptavinir, áhangendur eða fylgismenn geta átt í beinum samskiptum við fyrirtækið.

• Hvort og í hvaða hlutfalli fyrirtæki bregðast við erindum og aðgerðum áhangenda og fylgismanna á félagsmiðlum. Miðað er við 65% svarhlutfall sem ákveðið lágmark.

• Hversu langan tíma tekur fyrirtæki að bregðast við erindum og aðgerðum áhangenda og fylgismanna.

Evrópsk og suður-amerísk fyrirtæki eru mest félagsmiðuð

Topp 10 listi yfir félagsmiðuð lönd á 3. ársfjórðungi 2013. Svarhlutfall gefið upp í (%).

1. Gvatemala (94,88%)

2. Svíþjóð (88,66%)

3. Danmörk (86,86%)

4. Noregur (84,80%)

5. Argentína (83,53%)

6. Holland (78,70%)

7. Perú (78,08%)

8. Bangladesh (76,54%)

9. Þýskaland (75,97%)

10. Suður-Afríka (75,56%)

Hvar bregðast fyrirtæki hraðast við?

Á félagsmiðlunum gerast hlutirnir hratt og líftími skilaboða er stuttur. Því er mikilvægt að bregðast hratt við.

Topp 10 listi yfir þau lönd þar sem fyrirtæki bregðast hraðast við erindum á félagsmiðlum

1. Gvatemala (21 klst, 40 mín)

2. Pólland (23 klst, 43 mín)

3. Þýskaland (23 klst, 58 mín)

4. Noregur (26 klst, 23 mín)

5. Suður-Afríka (27 klst, 35 mín)

6. Kenía (28 klst, 2 mín)

7. Perú (28 klst, 29 mín)

8. Tékkland (28 klst, 58 mín)

9. Bretland (29 klst, 52 mín)

10. Holland (30 klst, 19 mín)

Hvaða fyrirtæki eru mest félagsmiðuð?

Félagsmiðunin á 3. ársfjórðungi 2013 er mest hjá símafyrirtækjum, þar á eftir koma smásölufyrirtæki og í 3. sæti eru fyrirtæki sem sýsla með raftæki. Þetta á við bæði á Facebook og Twitter.

Af hverju er Ísland ekki á þessum lista?

Hlutfall almennings á félagsmiðlum á Íslandi er mjög hátt og virkni mikil. Erfitt er að segja af hverju íslensk fyrirtæki komast ekki á listann. E.t.v. er um að kenna skorti á fagmennsku við umsjón félagsvefja.

Þess má geta að hjá þeim fyrirtækjum sem hafa falið Cohn & Wolfe Íslandi umsjón með sínum félagsvefjum er ÖLLUM erindum svarað, yfirleitt innan örfárra klukkustunda.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »