Eru Kínverjar á toppi Kuznets kúrfunnar?
útgefið

Kuznets kúrfan er hagfræðilegt fyrirbæri, kennd við Simon Kuznet. Hún á að lýsa jöfnuði hjá samfélögum í þróun. Samkvæmt kenningum Simon Kuznet eyskt ójöfnuður með aukinni innkomu þar til ákveðnu hámarki er náð. Með enn aukinni heildarinnkomu eykst jöfnuður aftur.

Í vanþróuðum ríkum sitja fáir að fjárfestingartækifærunum og framboð af ódýru vinnuafli er að jafnaði gott. Þetta skilar sér í háum tekjum til fárra einstaklinga. Þegar innkoman hefur síðan náð ákveðnu marki byrja auknar tekjur að seytla niður til lægri stétta.

Kuznets kúrfan í samhengi við umhverfismál

Kuznets kúrfan hefur verið yfirfærð á umhverfisstjórnun og umræður um umhverfismál. Þá er talað um umhverfiskúrfu Kuznets (e. Environmental Kuznets Curve (EKC)). EKC lýsir þá aukningu í loftmengun samfara aukinni þróun þar til hámarki er náð og enn aukin þróun dregur úr mengun.

Þróun efnahags í Kína hefur verið hröð síðustu áratugi. Borgir hafa iðnvæðst og þær stækkað. Verksmiðjur hafa risið og sprenging hefur orðið í samgöngum. Þetta hefur leitt af sér gríðarlega loftmengun og önnur umhverfisvandamál.

Í mörgum stórborgum í Kína er beinlínis hættulegt að anda að sér loftinu. Vatn hefur spillst og fleiri vandamál blasa við. Börn geta ekki leikið sér útivið og fólk nýtur ekki eðlilegrar útiveru. Þetta á kínversk millistétt erfitt með að sætta sig við.

Kínversk millistétt lætur til sín taka

Millistéttin í Kína er því farin að láta til sín taka í þjóðfélagsmálum. Þetta er stór hópur fólks sem hlotið hefur menntun og gerir kröfur umfram það að geta dregið fram lífið. Kröfurnar snúa m.a. að úrbótum í umhverfismálum.

Nú telja margir fræðimenn og þjóðfélagsrýnar að Kína sé á eða nálægt toppi umhverfiskúrfu Kuznets. Ef rétt reynist ætti að draga úr mengun í kínverskum stórborgum á næstu árum eða hún að standa í stað. Með þrýstingi stækkandi og betur menntaðrar millistéttar aukast líkur á bættu umhverfi.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »