Hvað væru slæm samskipti með tölvupósti?
útgefið

Tölvupóstur er mikilvæg tækni fyrir ólík mannleg samskipti, bæði fyrir tjáskipti og boðskipti. Helsti munurinn á þessum samskiptum er formið – tjáskiptin eru persónuleg og óformleg en boðskiptin fagleg og formleg.

Sérstaka athygli vekur að oftar en ekki er þessum formum blandað saman á ólíka vegu og veldur það oftar en ekki misskilningi. Blöndun verður til dæmis þegar sendandi og móttakandi tölvupósts ræða saman á persónulegan hátt um fagleg málefni eða öfugt eða þegar móttakandi svarar faglegum sendanda á persónulegan hátt eða öfugt.

Það má ímynda sér hvernig persónuleg samræða yrði að gæðum ef samskiptareglum um boðskipti eða faglega nálgun yrði beitt af öðrum aðilanum. Venjuleg heimsókn til læknis er dæmi um það þegar fagmaður og maður tala saman.

Tvö dæmi viðbótar. Hjúkrunarfræðingur beitir faglegri nálgun, boðskiptatækni, í samskiptum sínum við skjólstæðing sinn á áhugaverðan hátt. Oft nefnt samhygð. Samskipti í uppeldi barna er nánast ómöguleg skipti þar sem skilningur skapar gæðin í samskiptum en skilningur er forsenda þeirra og tilgangur allra samskipta.

Mismunandi samskiptatækni veldur misskilningi og getur leitt til þess að viðkomandi málefni, sem var tilefnið að samskiptunum, fær ekki þá umræðu sem tilgangur og markmið þess gerir kröfur um. Mikil hætta er á misvísun í skilaboðum. Samtalið verður því oft endasleppt, það er að segja betur er heima setið en af stað farið.

Sem sagt, báðir aðilar fengju meira út úr samskiptunum ef þeir væru á sama plani, annað hvort báðir á persónulega planinu eða báðir á faglega planinu – “samið” væri meira og “skiptin” meðvitaðri og málefnið hugsanlega í betri farvegi.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »