Helmingur sparnaðarleiða stendur ekki undir nafni
útgefið

Það er gott að spara. Sparnaður á að vera hluti af heimilisbókhaldinu. Meirihluti sparnaðar landsmanna liggur í bankakerfinu. Innistæður viðskiptabankanna jukust um 50 milljarða á fyrri helmingi ársins 2013.

Þetta kemur fram í ritinu Fjármálastöðugleiki, sem Seðlabanki Íslands gefur úr. Viðskiptabankarnir eru að langstærstum hluta fjármagnaðir með innlánum og hefur vægi þeirra aukist frá áramótum öfugt við þróun síðustu ára. Í riti Seðlabankans segir að hækkunina megi meðal annars rekja til fjárfestingar- og verðbréfasjóða en innlán þeirra hafa aukist um tæplega 50% frá áramótum. Svo virðist sem sparifé landsmanna sé því í auknum mæli beint til fjárfestingar- og verðbréfasjóða sem leggja svo spariféð aftur inn í bankana að hluta. Ástæðan er líklega sú að innlánseigendum finnst þeir ekki vera að fá nógu góða ávöxtun á fé sitt á hefðbundnum innlánsreikningum enda ber stór hluti þeirra neikvæða raunvexti þar sem nafnvextir þeirra eru undir verðbólgu. Samkvæmt Seðlabanka Íslands er 12 mánaða verðbólga nú 3,9%. Til að innlánsfé beri jákvæða raunvexti þarf það því að liggja inni á innlánsreikningi sem ber rúmlega 3,9% vexti þar sem innlánseigendur þurfa einnig að greiða fjármagnstekjuskatt sem nemur 20% af vaxtatekjum. 

Það getur verið flókið að komast að því hvaða innlánsreikningur ber hæstu vextina og hentar best. Sparnaðarleiðirnar sem innlánsstofnanir bjóða eru margar og það flækir málið enn frekar að skilmálar eru misjafnir. Ávöxtunin fer því bæði eftir upphæðum sem og hversu langan tíma innlánseigendur eru tilbúnir að binda fé sitt. Til að tryggja að spariféð haldi í það minnst í við verðbólguna eru verðtryggðir innlánsreikningar betri en óverðtryggðir. Verðtryggðir innlánsreikningar bera almennt lægri vexti en óverðtryggðir, en á móti kemur að verðbætur eru greiddar mánaðarlega. Verðbæturnar taka mið af vísitölu neysluverðs og við það heldur sparnaðurinn verðgildi sínu. En hafa ber í huga að lágmarksbinding á verðtryggðum reikningum er þrjú ár. Þannig hentar verðtryggð innlánsform ekki fyrir skammtímasparnað.

Má kalla neikvæða ávöxtunarleið sparnaðarleið? 

Þeir sem vilja hafa greiðan aðgang að sparifé sínu eða vilja ávaxta sitt fé til skemmri tíma en þriggja ára þurfa því að horfa til óverðtryggðra innlánsforma. Óverðtryggðir innlánsreikningar bera almennt hærri vexti en verðtryggðir innlánsreikningar en raunávöxtun þeirra fer eftir samspili verðbólgu og vaxtastigs í landinu. Óverðtryggðir innlánsreikningar geta því gefið hærri raunávöxtun þegar verðbólga er lág og svo lægri raunávöxtun eða neikvæða þegar verðbólga er há. Aðgengi að óverðtryggðum reikningum er gott þar sem binditími er yfirleitt enginn eða skammur. 

Í Morgunblaðinu á dögunum var gerð lausleg könnun á raunávöxtun innlánsreikninga hjá stóru viðskiptabönkunum þremur. Sú athugun leiddi í ljós að 158 sparnaðarleiðir eru í boði og eru þá tékkareikningar meðtaldir. Þar af ber 71 sparnaðarleið nú neikvæða raunvexti og eru þá teknir inn í þá tölu þeir reikningar sem bera 3,9% nafnvexti. Það vaxtastig er til jafns við verðbólgu en á móti kemur að ávöxtunin er sem fyrr segir skattlögð. 

Að framansögðu má sjá að miklu máli skiptir hvernig sparnaði heimilisins er fyrir komið. Heldur sparnaðurinn verðgildi sínu eða er hann að rýrna. Sparifjáreigendur eru að tapa peningum með því að geyma fé sitt á innlánsreikningum sem bera neikvæða raunávöxtun. Hversu miklu þeir tapa er erfitt að reikna út þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar úr bankakerfinu hversu háar fjárhæðir eru inni á hverju innlánsformi fyrir sig. Þó liggur fyrir að heildarinnlán viðskiptabankanna eru rúmir 1.500 milljarðar og er hlutur heimila í heildarinnlánum um 600 milljarðar króna, þar af eru um 370 milljarðar á óverðtryggðum reikningum. Hér er um háar fjárhæðir að ræða. Það er því mikið hagsmunamál fyrir heimilin í landinu að raunvextir af innlánum séu jákvæðir.

 

 

 

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »