Eftir fimm ár er tugur fyrirtækja enn í eigu banka
útgefið

Á vef Félags atvinnurekenda er sagt frá því að tugir fyrirtækja hafa verið í eigu fjármálafyrirtækja í meira en tvö ár þrátt fyrir að núverandi löggjöf kveði á um tólf mánaða eignarhaldstíma. 

Í svari Fjármálaeftirlitsins til Félags atvinnurekenda vegna fyrirspurnar þess um eignarhald fjármálafyrirtækja á fyrirtækjum í óskyldum rekstri kemur fram að eignarhald banka í 68 af 72 fyrirtækjum hefur varað lengur en tólf mánuði. Af 51 fyrirtæki í söluferli eiga bankar 40-100% eignarhlut, eða ráðandi eignarhlut, í 30 þeirra.

Um miðbik september sendi Félag atvinnurekenda fyrirspurn til Fjármálaeftirlitsins vegna eignarhalds fjármálafyrirtækja á fyrirtækjum í óskyldum rekstri. Eins og kunnugt er hafði efnahagshrunið víðtæk áhrif á samkeppnisumhverfi fyrirtækja en nú eru liðin fimm ár án þess að leyst hafi verið úr þeim vanda sem skapaður var með eignarhaldi fjármálafyrirtækja á fyrirtækjum í samkeppni.

Málið á erindi við flest fyrirtæki í samkeppni þar sem eignahald bankanna teygir sig víða og hefur djúpstæð áhrif á rekstur fyrirtækja sem hafa þurft að standa á eigin fótum. Nú er ekki þar með sagt að óeðlilegt sé að fyrirtæki séu tekin til endurskipulagningar en það verður að forðast í lengstu lög að eignahald fjármálastofnunar á fyrirtæki í samkeppni vari lengur en örfáa mánuði. Ekki er hægt annað en að taka undir með Félagi atvinnurekenda að nauðsynlegt sé að breyta lögum til að koma þessum fyrirtækjum aftur í gang og tryggja eðlilega samkeppni á ný.

Félag atvinnurekenda vill breyta 1. mgr. 22. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 á þann veg að tímamörk eignarhalds verði sex mánuðir. Þegar fjármálafyrirtæki sækir svo um aukinn frest samkvæmt ákvæðinu þá þurfi að birta nafn viðkomandi fyrirtækis sem fresturinn tekur til og eignarhluta fjármálafyrirtækisins í fyrirtækinu. 

Félag atvinnurekenda bendir á að fyrirtæki í eigu banka eigi í samkeppni við önnur fyrirtæki á markaði á ójöfnum grunni og skaði þannig markaðinn og hagsmuni neytenda vegna efnahagslegs styrkleika bankans sem bakhjarls. Félagið skorar á stjórnvöld að bregðast við þessum vanda enda sé það löngu tímabært. 

Fróðlegt er að kynna sér tillögur Falda aflsins á vef Félags atvinnurekenda.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »