Auglýsing selur ekki
útgefið

Oft skýra menn virkni auglýsinga og markmið sem uppbyggjandi feril af sálrænum atburðum þar sem hver nýr atburður er háður þeim fyrri:

1) Fyrsta stigið er að vekja athygli
2) Annað að yfirfæra skilning á því sem skilaboðin fjalla um
3) Þriðja að breyta viðhorfi móttakandans í jákvæða átt
4) Fjórða og endanlega að fá fólk til að kaupa það sem auglýst er

Cohn & Wolfe vill hins vegar ekki skilgreina lið fjögur sem eitt af markmiðum auglýsinga, vegna þess að áhrif auglýsinga á uppfyllingu þessa markmiðs er ekki hægt að mæla sem einangrað fyrirbæri frá áhrifum af öðrum markaðsaðgerðum auglýsandans.

Sem endanlegt og mælanlegt markmið auglýsingaaðgerða stendur eftir breyting á viðhorfi eða sannfæring – áhrif sem mótar jákvæð viðhorf til þeirra vöru sem auglýsing fjallar um og gerir hana þar með eftirsóknarverðari en aðrar vörur (3).

Virkni allrar boðmiðlunar er mæld og metin út frá viðhorfsbreytingum í samanburði við markmið boðmiðlunarinnar.

Þannig er það nú bara.

Til fróðleiks getum við séð sama ferli frá öðru sjónarhorni, mannlegum samskiptum:

Skýra má virkni samskiptaferlisins og markmið þess sem uppbyggjandi feril af sálrænum atburðum þar sem hver nýr atburður er háður þeim fyrri: fyrsta stigið er að hefja samskiptin, að vekja athygli á báða bóga, annað stigið að yfirfæra skilning á því sem samskiptin, skilaboðin fjalla um, þriðja stigið er að breyta viðhorfi í jákvæða átt og fjórða stigið, hið endanlega er að fá mótaðilann til að samþykkja það sem um er rætt, hvað svo sem það er.

Endanlegt markmið samskiptanna stendur eftir, sem breyting á viðhorfi eða sannfæringu – áhrif sem mótar jákvæð viðhorf til þess málefnis sem samskiptin fjölluðu um og gerir viðkomandi málefni þar með eftirsóknarverðari.

Gæðin í samskiptum er að finna í eftirtektinni, hversu formleg samskiptin eru.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »