Góðri áætlun eru engin takmörk sett
útgefið

Sá stórmerki atburður er skráður í sögubækur þegar geimfarið New Horizons fór framhjá dvergreikistjörnunni Plútó og sendi útvarpsmerki um ferð sína til vísindamanna á jörðu niðri.

Plútó flokkaðist áður til pláneta og var hún sem slík sú níunda og aftasta í röðinni á eftir Neptúnusi. Aldrei fyrr hafa náðst viðlíka myndir af stjörnunni og með myndavél New Horizons en þær eru mun skarpari og betri en þær sem Hubble-sjónaukinn hefur náð.

Breski eðlisfræðingurinn Stephen Hawking sagði upplýsingarnar sem geimfarið sendi um Plútó og fylgitungl stjörnunnar geta hjálpað mönnum að skilja hvernig sólkerfið varð til.

Áætlun til langs tíma

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) stendur fyrir för New Horizons út í ókannaðan himingeiminn og yfirgaf það Jörðina 19. Janúar árið 2006. Árið eftir að geimfarinu var skotið á loft frá Canaveralhöfða var það komið að Júpíter. Farið nýtti krafta Júpíter til að skjótast hraðar áfram en þaðan náði New Horizons 14.000 km hraða á klukkustund.

Gangi allt eftir mun New Horizons á næstu fjórum árum kanna Kuiper-beltið svonefnda sem er skífulaga svæði í 4,5 til 7,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólu og inniheldur milljónir íshnatta, þeir stærstu um 50 km í þvermál.

Hlutverki New Horizons lýkur formlega árið 2026 en talið er að könnunarfarið muni virka allt til ársins 2038. Gangi það eftir verður New Horizons við endimörk sólkerfisins.

Hvað ætlarðu að gera?

Geimferðaáætlun NASA og ferð New Horizons út í óravíddir geimsins sýnir að allt er hægt ef gerð er skynsamleg áætlun til langs tíma.

En eitt er að setja sér markmið og gera áætlun. Annað er að fylgja áætluninni eftir.

Það krefst þolinmæði.

Þolinmæðina finnurðu hjá Cohn & Wolfe.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »