WPP stofnar fyrirtæki með Snapchat
útgefið

Breska dagblaðið Daily Mail, samfélagsmiðillinn Snapchat og alþjóðlega fyrirtækjasamsteypan WPP hafa stofnað saman fyrirtækið Truffle Pig. Fyrirtækið framleiðir stafrænt efni með nýstárlegum hætti. 

Greint var frá stofnun fyrirtækisins á ráðstefnunni Cannes Lions International Festival of Creativity sem haldin er árlega í Frakklandi. Þetta er einhver stærsta ráðstefna heims innan auglýsingageirans, almannatengsla og hins skapandi geira. 

Martin Sorrell, stofnandi og forstjóri WPP, segir um málið á vef WPP, að hinn stafræni heimur sé stútfullur af efni. En neytendur leiti eftir gæðum. Truffle Pig muni sameina það besta sem til er, nýta sér frásagnarformið í sagnahefðinni til að koma boðum áleiðis en um leið styrkja vörumerki viðskiptavina sinna og festa þau í sessi.  

Truffle Pig mun birta efni fyrsta kastið á vef Daily Mail, Elite Daily og Snapchat og þróa efnisveituna og boðmiðlunina þar. Í kjölfarið verður efnið birt á öðrum boðrásum. 

Forstjóri Truffle Pig er Alexander Jutkowitz, sem áður var forstjóri markaðs-, ráðgjafa- og auglýsingafyrirtækisins Group SJR ásamt því að vera yfir nýsköpunarmálum hjá Hill-Knowlton Strategies. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða í New York í Bandaríkjunum. 

WPP er leiðandi fyrirtæki á sviði boðmiðlunar á heimsvísu. Undir fyrirtækjahatti WPP eru fjöldi heimsþekktra fyrirtækja, þar á meðal Ogilvy & Mather Worldwide, Burson-Marsteller, Young & Rubicam og Cohn & Wolfe, sem er með skrifstofu í Reykjavík. 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »