Cohn & Wolfe leiðir vöxt WPP
útgefið

Cohn & Wolfe og Burson-Marsteller eru leiðandi í uppgjöri alþjóðlega almannatengslafyrirtækisins WPP. Hagnaður fyrirtækisins nam rúmum 1,1 milljarði dala, jafnvirði rúmra 157 milljarða íslenskra króna á síðasta ári. Þetta er 13,8% meiri hagnaður en árið 2013. 

Undir samstæðu WPP eru fjöldi fyrirtækja víða um heim í almannatengslum, ráðgjöf og auglýsingum og hjá þessum fyrirtækjum starfa sérfræðingar í markaðssetningu og krísustjórnun svo fátt eitt sé nefnt. Starfsmenn eru 162 þúsund í 110 löndum. 

Veruleg tekjuaukning hjá Cohn & Wolfe

Í uppgjöri WPP er tekið fram að vöxturinn hafi verið meiri hjá nokkrum fyrirtækjum innan WPP en öðrum. Auk Cohn & Wolfe og Burson-Marsteller eru það H+K Strategies og Ogilvy PR.

Tekjur samstæðunnar námu 11,5 milljörðum dala og er það 9,9% aukning á milli ára. 

Tekjuaukningin Cohn & Wolfe nam til samanburðar 11,5% á milli ára. Haft er eftir Donnu Imperato, forstjóra Cohn & Wolfe að síðasta ár hafi verið það besta í sögu fyrirtækisins. 

Styrkja vörumerkin 

Cohn & Wolfe rekur skrifstofu í Kringlunni í Reykjavík. Fyrirtækið vinnur náið með systurfyrirtækjum innan WPP.

Martin Sorrell, forstjóri WPP, bendir á að þrátt fyrir allt hafi aðstæður á mörkuðum verið krefjandi. Það skýrist einkum af erfiðleikum á evrusvæðinu, efnahagsmálum í Bandaríkjunum og í Bretlandi, óeirðum í Miðausturlöndum og fleiri þáttum. Viðskiptavinir WPP hafi verið varir um sig en einbeitt sér að því að styrkja vörumerki sitt. 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »