Stjórnendaráðgjöf | stefnumótandi boðskipti, almannatengsl, PR Public Relations | Cohn & Wolfe Íslandi
Hið andlega og hið veraldlega skortir gagnkvæman skilning
Ekki einu sinni, heldur tvisvar virðist kaþólska kirkjan brjóta gegn sóttvarnarreglum. Patrick Breen, staðgengill biskups, vísaði í stærð kirkjunnar og eigin skoðun að hún væri nógu stór til þess að óhætt væri að fimmtíu manns kæmu saman í stað tíu eins og samkomutakmarkanir gera ráð fyrir.
Covid-19 jók netnotkun heimsins. Hvað gerðist á Íslandi?
Covid-19 faraldurinn hefur leitt til aukningar á notkun snjalltækja og breyttrar hegðunar fólks á netinu um allan heim. Ísland er engin undantekning en mörg fyrirtæki tóku meðal annars upp heimsendingar, lækkuðu verð og juku úrval vara á netinu svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að 92% landsmanna notuðu Facebook í maí og 70% Youtube sem er stærsta leitarvél í heimi. Við hjá Cohn & Wolfe og MediaCom fórum yfir gögn frá Global Web Index, Eurostat og Gallup.
Stafræn miðlun er einskis virði ef lögð er ofuráhersla á hana á kostnað annarrar miðlunar
Stafræn miðlun auglýsinga vex hratt á Íslandi, eins og annars staðar, svo mjög reyndar að svo bregður við að fyrirtæki hætti jafnvel að horfa til hliðrænna miðla samhliða því sem stafrænar auglýsingastofur kynna töfralausnir í mörkun í auknum mæli.
11 hugleiðingar þegar kaupa skal almannatengslaráðgjöf
Í hnotskurn snúast velheppnuð almannatengsl um að fanga athygli rétta fólksins á réttum tíma og að rétt sé staðið að öllu. Almannatengsl fjalla að jöfnu um samskipti og hegðun þeirra sem að þeim koma. En til þess þarf fagfólk í almannatengslum. Stóra spurningin er, hvernig velur maður sér almannatengslaráðgjöf? Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:
Stundar SÍA sjálfsskaðandi hegðun?
Fyrirvari: Áður en lengra er lesið er rétt að það komi fram að Cohn & Wolfe og systurfyrirtækið MediaCom hafa mikla hagsmuni af virkum fjölmiðla- og auglýsingamarkaði þar sem MediaCom hefur jafnan verið á meðal stærstu viðskiptavina fjölmiðlanna undanfarin ár og eina sjálfstæða birtingarhús landsins, óháð hagsmunaárekstrum. Hafandi sagt það þá eru sumir hlutir þó þannig að þá verður að segja, vegna þess að það er rétt að gera það – þótt það geti kostað eitthvað. Það sem á eftir fer ber að lesast með þeim gleraugum.
Icelandair og auglýsingastofurnar
Á vef (viðtal í blaðinu) Viðskiptablaðsins er þann 22. september sl. greint frá því að Icelandair hafi viljað taka vörumerkið aftur til sín með því að segja upp viðskiptum við Íslensku auglýsingastofuna, sú aðgerð hafi ekkert með fyrri störf nýs markaðsstjóra sem kom frá Hvíta húsinu að gera, heldur hafi verið komin tími á breytingar.
Róbinson Krusó meðferðin
Við getum flest verið sammála um að jákvæð hugsun sé forsenda þess að samþykkja það að jákvæðni auki líkurnar á skilningi og að skilningur sé ein helsta breytan í góðum mannlegum samskiptum. Einnig að gæði sé eftirsóknarvert stefnumótandi markmið í samskiptum enda notagildi samskiptanna tilgangur þeirra.