Guðjón Heiðar Pálson | Cohn & Wolfe Íslandi
Gæt­um nýtt fag­for­stjóra bet­ur
útgefið

Guðjón Heiðar Páls­son seg­ir ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um hætta til að velja sk. geira­for­stjóra frek­ar en fag­for­stjóra til að stýra rekstr­in­um. „Þekk­ing­ar­lega stend­ur þó fag­for­stjór­inn skör­inni hærra en geira­for­stjór­inn, enda hef­ur fag­for­stjór­inn menntað sig sér­stak­lega með ein­hverj­um hætti til að gegna starf­inu.“

Viðtal Ásgeirs Ingvarsonar við Guðjón Heiðar birtist fyrst á mbl.is

Geira­for­stjóri, í þessu til­viki, er stjórn­andi sem klifr­ar upp met­orðastig­ann í til­tekn­um geira en er ekki með mikla stjórn­un­ar­mennt­un. „Þetta eru af­burðamann­eskj­ur sem henta vel til að gegna t.d. stöðu fram­kvæmda­stjóra til­tek­ins sviða og nýta þar sérþekk­ingu sína s.s. á sviði fjár­mála, verk­fræði eða sölu, en þetta er ekki endi­lega hæf­asta fólkið til að fylla í skarðið þegar for­stjóra­stóll­inn losn­ar. Samt er al­gengt á Íslandi að velja úr röðum fram­kvæmda- og sviðsstjóra þegar manna þarf for­stjóra­stöður,“ seg­ir Guðjón Heiðar. „Ástæðan er sú að þar sem þetta fólk þekk­ir geir­ann og fyr­ir­tækið vel þykir það af þeim sök­um hæf­ast til að leiða rekst­ur­inn. Vissu­lega get­ur það verið rétt mat að þetta fólk geti stýrt fyr­ir­tæk­inu, en get­ur það leitt rekst­ur­inn í anda þjón­andi for­ystu til móts við nýja og sí­breyti­lega tíma? Það get­ur fag­for­stjór­inn gert.“

Þarf per­sónutöfra og næmi

Guðjón Heiðar, sem er fram­kvæmda­stjóri BCW, Bur­son Cohn & Wol­fe Íslandi, seg­ir grund­vall­armun á því að stýra sér­hæfðu sviði og halda utan um stefnu heils fyr­ir­tæk­is. „Fag­for­stjóri get­ur gengið inn í hvaða fyr­ir­tæki sem er, fengið alla starfs­menn á sitt band og leitt rekst­ur­inn í sam­ræmi við stefnu­lega áætl­un. Hann þarf ekki að hafa reynslu af sjó­mennsku til að geta stýrt sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eða vera verk­fræðing­ur til að geta stýrt vega­gerð. Fag­for­stjór­inn þekk­ir lög­mál stefnu­legr­ar nálg­un­ar, þekk­ir sam­virkni á hverju stigi og á milli stiga, og hlut­verk hans geng­ur að stóru leyti út á þjón­andi for­ystu,“ seg­ir Guðjón Heiðar og bæt­ir við að lausn lít­ill­ar þjóðar á vönt­un á for­stjór­um geti verið fólg­in í fag­for­stjór­an­um.

Fag­for­stjór­inn, seg­ir Guðjón Heiðar, ræður síðan til fyr­ir­tæk­is­ins fram­kvæmda­stjóra sem hafa dýpri þekk­ingu á ólík­um sviðum rekstr­ar­ins. „Fag­for­stjór­inn get­ur leitt ótak­markaðan fjölda af sér­hæfðu starfs­fólki án þess að hafa nokkuð þekk­ing­ar­legt for­skot á þeim til­teknu sviðum sem sér­fræðing­arn­ir fást við, á meðan fram­kvæmda­stjór­inn, stjórn­and­inn, þarf að vita jafn­mikið og all­ir sem hann stjórn­ar – og a.m.k. einu meira.“

Einnig þarf fag­for­stjór­inn að búa yfir tölu­verðum hæfi­leik­um í mann­leg­um sam­skipt­um. „Nauðsyn­legt er að hann hafi mikla per­sónutöfra og sé næm­ur á vellíðan og van­líðan starfs­manna. Hann nýt­ir þann breyti­leika sem má finna inn­an starfs­manna­hóps­ins til að efla heild­ina og dreg­ur um leið fram það sem hver og einn er best­ur í. Hann treyst­ir líka starfs­fólki sínu, sam­virkni og sam­skipt­um þeirra í milli.“

Þurfa vett­vang og fræðslu

En er þá ekki allt sem þarf, til að geta kall­ast góður fag­for­stjóri, að vera með MBA-gráðu? „Í dag virðast marg­ar MBA-náms­braut­ir vera ótta­leg hraðsuða í rekstr­ar­fræðum en lítið kafað ofan í hirðingj­a­hlut­verk for­stjór­ans. MBA-nám er ekki lyk­ill­inn held­ur vilj­inn til verka; að skilja stefnu­lega hugs­un og aðferðafræði vandaðrar stjórn­un­ar.“

Gæti hjálpað, að sögn Guðjóns Heiðars, að setja á lagg­irn­ar sér­stak­an vett­vang fyr­ir fag­for­stjóra. „For­stjór­ar eiga erfitt með að leita sér stuðnings inni í fyr­ir­tæk­inu því það get­ur skaðað trú­verðug­leika þeirra. Þeir þurfa því að ná sér í stuðning og styrk utan rekstr­ar­ins en á Íslandi er sá vett­vang­ur lít­ill og van­mátt­ug­ur,“ út­skýr­ir Guðjón Heiðar. „Hjá Bur­son Cohn & Wol­fe erum við að skapa slík­an vett­vang þar sem for­stjór­ar geta leitað í sarp inn­lendra og er­lendra ráðgjafa og fræðst um nýj­ustu stefn­ur og strauma og haft stað til að skipt­ast með óform­leg­um hætti á skoðunum við aðra fag­for­stjóra.“

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »
setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Ef upp kemst um óviðeigandi hegðun eða brot starfsmanns gæti þurft aðstoð óháðra sérfræðinga Til að finna farsæla lausn þarf heiðarlegt samtal að geta átt sér stað Engin tvö tilvik eru eins Því miður líður varla sú vika að ekki berast fréttir af óviðeigandi hegðun og jafnvel kynferðisbrotum einstaklinga sem ýmist eru í áhrifastöðum í

smelltu og lestu »