people sitting down near table with assorted laptop computers
Markaðsmál hafa aldrei verið flóknari eða hraðari
útgefið

Markaðsmál hafa aldrei verið flóknari eða hraðari og því þarf að byggja betri samskipti og aukið traust. Grundvöllur trausts er heiðarleiki, opin samskipti og virðing. Það er vel þekkt að umhverfi miðla er síbreytilegt, umfangsmikið og áhættusamt en það er óumflýjanlegur fylgifiskur hraðans í samfélaginu.

Neytendur kalla á upplýsingar um sölu og þjónustu og vilja fá viðbrögð strax en það er auðvelt að ná til þeirra og því eru viðbrögð fyrirtækja spurning um keppast við tímann. Fókusinn fer því miður frá því að hugsa um gæði yfir í að hugsa um hversu mikið magn er hægt að koma yfir á neytendur og á sem mestum hraða og þá til að þjóna þessum þörfum. Með þessu er erfitt að skapa traust.

Einblína á magn hjálpar ekki í þessari uppbyggingu trausts. Upplýsingar til neytenda er gríðarlegt, oft á tímum of mikið og týnast neytendur í hafsjó af upplýsingum um sölu og þjónustu. Það er ekki nóg að mæta þörfum viðskiptavina okkar heldur þarf að tryggja góða afkomu og skapa í leiðinni traust – ekki bara selja magn heldur gæði. Við verðum að finna vörur en ekki viðskiptavini sem hentar okkur.

Þróun á aðferðafræði hefur tekið sinn tíma og breytingar hafa átt sér stað, bæði á leiðum og ferlum sem farið er. Breytingum ættum við að fagna og vera óhrædd við að gera mistök. Þetta kallar óneitanlega á nýjan hugsunarhátt og nýja þekkingu í markaðsstarfi. 

Nýjast á Úlfaslóð

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »
woman in black shirt holding white plastic bottle

Covid-19 jók netnotkun heimsins. Hvað gerðist á Íslandi?

Covid-19 faraldurinn hefur leitt til aukningar á notkun snjalltækja og breyttrar hegðunar fólks á netinu um allan heim. Ísland er engin undantekning en mörg fyrirtæki tóku meðal annars upp heimsendingar, lækkuðu verð og juku úrval vara á netinu svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að 92% landsmanna notuðu Facebook í maí og 70% Youtube

smelltu og lestu »