Passið ykkur á gervigreindinni!
útgefið

Elon Musk, stofnandi og forstjóri bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla Motors, breski eðlisfræðingurinn Stephen Hawking og fleiri vísindamenn og frumkvöðlar hafa ritað nafn sitt á opið bréf þar sem þrýst er á mikilvægi þess að setja reglur um gervigreind.

Musk og Hawking eru ásamt fleirum í samtökunum The Future of Life Institute (FLI). Þau eru með aðsetur í Boston í Bandaríkjunum og voru stofnuð í mars í fyrra en þeim er ætlað að vara við neikvæðum áhrifum nýrrar tækni á samfélag manna, þar á meðal gervigreindar. Samtökin hafa mælt fyrir um að reglur verði settar um þróun og notkun gervigreindar. Verði það ekki gert gæti meiri hætta stafað af gervigreind en kjarnorkusprengjum.

Á meðal annarra í samtökunum eru Jaan Tallinn, annar stofnenda Skype og leikararnir Alan Alda og Morgan Freeman.

Í opnu bréfi samtakanna, sem breska dagblaðið Financial Times fjallar um á vef sínum, eru viðraðar áhyggjur af sjálfvirkni véla og áhrifa þess á atvinnulíf. Það sem þeir sem ritað hafa nafn sitt undir bréfið taka þar jafnframt undir áhyggjur af því að gervigreind geti orðið hæfari en skaparar þeirra.

Af þeim sökum verði að beina sjónum að hagkvæmni gervigreindar og því góða sem hún getur leitt af sér á borð við myndgreiningu og talgreina en draga úr neikvæðum áhrifum hennar á samfélag manna sem geti birst í auknu atvinnuleysi.

Í bréfinu segir orðrétt: „Gervigreindarkerfin eiga að gera það sem við viljum að þau geri.“

Við hjá Cohn & Wolfe erum sérfræðingar á sviði boðmiðlunar og vinnum eftir stefnulegri áætlun. Vinnan grundvallast á samskiptum, sköpun og samvirkni. Getur gervigreind komið í stað skapandi hugsunar?

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »