Útvarpið lifir enn góðu lífi
útgefið

Þrátt fyrir reglubundna spádóma um endalok rótgróinna fjölmiðla (prentmiðla, útvarps og sjónvarps) og breytinga á efni frétta þá virðast þeir enn lifa þokkalegu lífi. Nýverið hefur verið sýnt fram á að útvarpið virðist enn nokkuð sprækt. 

Í könnun bandaríska bankans Morgan Stanley sem gerð var í nóvember í fyrra en var send viðskiptavinum hans nýlega kemur fram að meirihluti þátttakenda hlustaði á útvarpsstöðvar sem senda út á stuttbylgja (86%) og nýttu sér netveituna YouTube (62%) við neyslu á afþreyingu.  Mun færri notfærðu sér útvarpsstöðvar sem senda út á netinu, á borð við Sirius XM (19%) og tónlistarveitur eins og Spotify (13%). 

Flestir þeirra sem þátt tóku í könnun Morgan Stanley hlusta á útvarpið í bílnum og er það talin ástæða þess að boðleiðin lifir ágætis lífi.  Á sama tíma nýta þeir sér netveitur á borð við Spotify og YouTube þegar þeir eru að leita að tilteknu efni, svo sem ákveðnum tónlistarmönnum eða lögum. 

Skemmst er að minnast þegar 365 miðlar hættu útsendingum á BBC World Service um mitt ár 2014. Almenningur var ekki lengi að láta í sér heyra. Í kjölfarið náði Vodafone á Íslandi samning við BBC um að setja stöðina aftur í loftið hér á landi þar sem fólk vill fylgjast með því sem er að gerast. 

Cohn & Wolfe hefur áður fjallað um málið og bent á að fjölbreytni er af hinum góða. Það skýrist ekki síst af því að þegar einn fjölmiðill sefur á verðinum þá er annar vakandi. 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »