Pandora semur við Cohn & Wolfe
útgefið

Danski skartgripaframleiðandinn Pandora hefur samið um að Cohn & Wolfe sjái um almannatengsl fyrirtækisins. Hlutabréf Pandora eru skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og er fyrirtækið með starfsemi í meira en 80 löndum. Þar á meðal er Ísland. 

Cohn & Wolfe er í eigu fyrirtækjasamstæðunnar WPP og hefur starfað á Íslandi frá árinu 2003. Undir henni eru jafnframt auglýsingastofan Grey í New York í Bandaríkjunum og fjölmiðlafyrirtækið Maxus og munu fyrirtækin vinna saman að almannatengslum og boðskiptum fyrir Pandora. 

Cohn & Wolfe grundvallar sérfræðiaðstoð sína á aðferðafræði sem kallast heildræn og miðlæg stýring allra skilaboða fyrirtækisins (e. integrated corporate governance communications) en tilgangur hennar er að ná samþættingu firmamerkis eða vörumerkis (e. brand integration). 

Ráðgjöf sérfræðinga Cohn & Wolfe grundvallast á kunnáttu til að nýta kerfisbundið þekkingu og aðferðafræðilega nálgun boðmiðlunar í þágu viðskiptavinarins. Boðmiðlunin tekur mið af þeim markhópum sem í hlut eiga og boðrásunum sem að þeim liggja. Með því að laga skilaboðin hverju sinni að bæði miðli og móttakanda er grunnur lagður að varanlegum árangri. 

Jim Joseph, framkvæmdastjóri Cohn & Wolfe í Bandaríkjunum, segir í samtali við PRWeek samvinnu fyrirtækja WPP sýna styrk boðmiðlunar Cohn & Wolfe. 

PRWeek hefur jafnframt eftir Scott Burger, framkvæmdastjóra Pandora í Bandaríkjunum, að fyrirtækið hafi valið Grey í fyrstu. Þar hafi verið mælt með Cohn & Wolfe, sem hafi skilað framúrskarandi verkum fyrir viðskiptavini sína.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »