Netglæpamenn eru gráðugir – en fáir
útgefið

Stutt er síðan netverjar voru varaðir við alvarlegum óværum sem gerðu óprúttnum aðilum kleift að komast „bakdyramegin“ í tölvur fólks og komast yfir ýmsar upplýsingar. 

Troels Oerting, yfirmaður netglæpadeildar Interpol, segir ekki marga mynda grunninn að netglæpasamfélaginu. Þeir séu rétt í kringum hundrað, flestir búsettir í Rússlandi eða í þeim hluta heimsins þar sem rússneska er töluð.

Hann var nýverið á ferð í Rússlandi og segir gengi á vegum netskúrka sem tali rússnesku þróa og prófa óværur sem þeir selji á netinu. Kaupendurnir eru glæpamenn og hópar frá Austur-Evrópu, Evrópu, Afríku og Ameríku sem sjái sér hag í því að komast yfir rafrænar upplýsingar fólks á netinu, kreditkortaupplýsingar, upplýsingar um fólk á samfélagsmiðlum á Facebook og lykilorð sem geti opnað þeim dyr að viðkvæmum persónulegum upplýsingum. 

Stjórnast af græðgi

Oerting sagði í spjallþætti breska útvarpsins (BBC) á föstudag höfuðpaurana fremur lítinn hóp af mjög færum forriturum. Lögregluyfirvöld gruni hverjir þeir séu og þegar ráðist verði gegn þeim muni draga eitthvað úr netglæpum. Oerting tók hins vegar fram að þótt nokkrir netskúrkar verði gerðir óvirkir þá séu ekki málalokin í augnsýn. Þvert á móti láti netglæpamenn stjórnast af græðgi og hafi mörg bjargráð. Það helsta er að þeir láti fáar hindranir standa í vegi fyrir sér og geti þeir framleitt nýjar óværur á svo stuttum tíma sem þeir selji áfram og verði þeir ætíð einu eða tveimur skrefum á undan yfirvöldum. 

Engin landamæri á netinu

Netglæpamenn nýta sér í ystu æsar þau vandamál sem lögregluyfirvöld standa frammi fyrir við rannsókn á glæpum sem framdir eru í netheimum. Landamæri ríkja há ekki netskúrkunum, en torvelda rannsóknir á glæpum þeirra. Ef netskúrkarnir fremja glæp í öðru landi en þeir eru staðsettir í geta landamærin tafið verulega rannsókn á glæpnum, eða í versta falli stöðvað hana algerlega. Til að geta lokið rannsókninni þarf lögreglan að fá aðstoð frá lögregluyfirvöldum í heimalandi tölvuþrjótsins. Oft eru þeir staðsettir í ríkjum sem ekki kjósa að eiga í miklu samstarfi við önnur ríki um lögreglurannsóknir. Interpol hefur til dæmis ekki gengið vel að fá rússnesk stjórnvöld til samstarfs við að stöðva netglæpamenn. 

Oerting sagði jafnframt marga rugla saman mikilvægi þess að vernda einkalíf fólks, það er að enginn horfi yfir axlir þess þegar það notar netið, og gæta nafnleyndar. Fólk hafi auðvitað rétt til að gera hvað það vill á netinu. En um nafnleynd gegni öðru máli. Það sama ætti að eiga við um raunheiminn utan netsins og í netheiminum. Gruni yfirvöld að einhver sé með óhreint mjöl í pokahorninu þá eigi að leyfa þeim að nýta glufur í tölvu viðkomandi til að sjá hvað hann hefur að fela, að mati forstöðumanns netglæpadeildar Interpol. 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »