Eldgos veldur áhættu í rekstri fyrirtækja
útgefið

Eldgos getur ógnað öryggi fyrirtækja í rekstri þó að eldfjallið sé víðsfjarri starfsstöð. Fyrirtæki sem vilja ekki hætta á vinnustöðvun þurfa að meta hvernig eldgos geta haft áhrif og hvað hægt er að gera til að draga úr áhættu fyrirtækja af þeirra völdum. Þau þurfa að gera áætlun.

Við hjá Cohn & Wolfe tökum áhættuna af eldgosum alvarlega og vonumst til þess að viðskiptavinir okkar geri það líka. Til að auðvelda forsvarsmönnum fyrirtækja að meta áhættuna sem þeirra fyrirtæki stendur frammi fyrir höfum við útbúið bækling þar sem farið er yfir hvernig þau geta sjálf útbúið sína eigin eldgosaáætlun.

Góð áætlun dregur úr áhættu

Einhverjum kann að þykja það heldur langt gengið að gera áætlun um viðbrögð við eldgosum. Eldgos eru ekki algengur viðburður og reynslan af gosinu í Eyjafjallajökli árið 2010, þegar flugsamgöngur í Evrópu lömuðust af völdum öskunnar, er að verða minningin ein.

Rétt er að hafa í huga að þó eldgos séu blessunarlega ekki algeng er fyrirvarinn þegar þau verða yfirleitt lítill sem enginn, og afleiðingarnar geta orðið gríðarlegar.

Fyrsta skrefið er að átta sig á hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Út frá því má finna út hvort vinna þarf í forvörnum, og þá hverjum eða hver viðbrögðin eiga að vera þegar á reynir.

Áætlun virkar sjaldnast án ábyrgðarmanns

Í bæklingnum sem Cohn & Wolfe hafa unnið er mælt með því að fyrirtækin finni einn ábyrgðarmann sem sér til þess að gerð verði áætlun. Ábyrgðarmaðurinn þarf ekki að vinna alla vinnuna sjálfur, en hann ber ábyrgð á því að hún sé unnin.

Til að koma boltanum af stað eru í bæklingnum tékklistar sem ábyrgðarmaðurinn getur notað sér. Þar er farið yfir hvernig best er að gera áætlunina, rekstrarlega þætti í áætlanagerðinni og aðgerðir til að viðhalda rekstri á meðan eldgosi stendur.

Ábyrgðarmenn, eða þeir sem ábyrgðarmenn fá til verksins, þurfa að fylgjast grannt með á meðan eldgosi stendur. Hér að neðan eru nokkrar vefsíður sem gott er að fylgjast með.

Ábyrgum stjórnendum fyrirtækja sem hafa áhuga á að innleiða áætlun sem þessa í sínu fyrirtæki eru hvattir til að hafa samband við okkur hjá Cohn & Wolfe Íslandi og fá eintak af nýja bæklingnum okkar. Smelltu hér og hafðu samband.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »