Vægðarleysi fordóma felst í skilningsleysi
útgefið

Við höfum stundum sagt hér hjá Cohn & Wolfe að án skilnings séu engar líkur á vægð. Þessa setningu er hægt að máta í ýmsum aðstæðum og á ýmsa vegu.

Í þessum pistli verður hún skoðuð út frá Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að skeggjaða dragdrottningin Conchita Wurst frá Austurríki kom sá og sigraði með laginu Rise Like a Phoenix.

En líkt og þegar kynskiptingurinn Dana International bar sigur úr bítum í keppninni fyrir Ísrael 1998 voru ekki á allir á eitt sáttir þá frekar en nú.

Í frétt á Eyjunni   er greint frá niðurstöðum Alans Renwick, kennara við Reading háskóla í Englandi sem er einn helsti sérfræðingur heims í kosningakerfum. Hann rýndi í úrslitin út frá viðhorfi Evrópuríkja gagnvart minnihlutahópum.

Það ætti ekki að koma á óvart að A-Evrópa er mun þröngsýnni þegar kemur að minnihlutahópum en V-Evrópa. Á það ekki síst við um minnihlutahópa og sérstaklega þá sem ekki eru gagnkynhneigðir.

Þetta vægðarleysi grundvallast á tvennu: skilningsleysi og ótta við það sem er frábrugðið manni sjálfum. Sé þetta hvoru tveggja til staðar er því ólíklegt að fólk sýni öðrum sjónarmiðum en eigin skilning. Þess vegna er einn af megintilgangi almannatengsla af svipta hulunni af upplýsingum og sýna fram á ný og áður óþekkt sjónarhorn og vonast til þess að það sé a.m.k. byrjunin á því að auka skilning móttakandans, minnka fordóma hans og auka honum víðsýni.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »