Hvað er eðlilegur þrýstingur og hvenær verður hann of mikill?
útgefið

Útkall Íslenskrar erfðagreiningar og Landsbjargar er umdeilt fyrirbæri. Þar er beitt samfélagslegum þrýstingi af tvennum toga til kalla fram viðbrögð og aðgerðir.

Hinn samfélagslegi þrýstingur felst í: 1) að leggja sitt af mörkum til rannsókna í heilbrigðisvísindum og 2) að styðja við bakið á merkilegu starfi björgunarsveitanna í landinu.

Heilbrigðisrannsóknir og starfsemi björgunarsveitanna njóta almenns velvilja í þjóðfélaginu. Með áminningum og með því að gera styrkveitingu auðvelda bregðast margir vel við.

Af hverju að láta undan þrýstingi?

Þegar nágranni biður um að fá lánaða eina mjólkurfernu þá beitir hann þrýstingi. Sé þrýstingurinn eðlilegur er auðvelt að taka sjálfstæða ákvörðun og bregðast við á eigin forsendum.

Fylgi beiðninni hótun um ofbeldi eða skemmdarverk telst þrýstingur hins vegar of mikill. Þá getur viðbragð stýrst af ótta og gegn eigin sannfæringu. Forsendur eru brostnar.

Einhversstaðar þarna á milli liggja mörkin milli hins eðlilega og óeðlilega. Þ.e. þegar samviska og sannfæring einstaklingsins lætur undan þrýstingnum þá er hann orðinn of mikill.

Þrýstingur frá sjónarhorni almannatengsla

Ef þrýstingur er skoðaður út frá sjónarhorni almannatengsla er nauðsynlegt að aðskilja nútíma almannatengsl frá gömlum almannatengslum.

Að beyta þrýstingi var hluti af gömlum almannatengslum t.d. með áróðri. Nútíma almannatengsl felast hins vegar í því að upplýsa og varpa ljósi á mismunandi sjónarhorn.

Gæði nútíma almannatengsla felast því í því að veita einstaklingnum réttar forsendur til ákvarðanatöku en láta auglýsingum eftir að beita þrýstingi.

Til hvers að beita þrýstingi þegar einungis er þörf fyrir áminningu?

Þrýstingur ýtir fólki yfir þröskuldinn frá hugsunum til aðgerða. Í Útkalli virðist tilgangur með Landsbjörgu m.a. að auka þrýsting – betri skil, hærri tíðni aðgerða.

Setur aðkoma Landsbjargar þrýsting Útkalls yfir eðlileg mörk? Til að hefja slíkt yfir allan vafa hefði ÍE getað veitt Landsbjörgu fasta þóknun fyrir samstarf óháð heimtum á lífsýnum.

Í þrýstingi felst drifkraftur en næmni og viðnám gagnvart honum er afar mismunandi. Þungi hans og eðli eru síðan stór siðferðisspursmál sem ekki verður undan vikist hverju sinni.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »