Fyrsti sólarhringurinn í krísu skiptir sköpun
útgefið

Manst þú lesandi góður hvar þú varst þegar þú heyrðir orðin “Guð blessi Ísland”? Eða hvað þér fannst um Iðnaðarsaltsmálið? Ertu búin að gleyma Fernöndu brennandi í Hafnarfjarðarhöfn?

Manstu frekar eftir Exxon Valdez olíuslysinu fremur en Lockerbie? Krísurnar gera oftast ekki boð á undan sér en það er þess vegna sem almannatenglar telja það best að haga málum þannig að dregið sé úr líkum á krísum með góðum starfsháttum. En það dugar ekki alltaf. Þá verður fólk að hafa hugmynd um hvernig á að takast á við áföll eða, það sem er sennilega skynsamlegast, hafa vit á því að leita sér aðstoðar.

Af hverju skiptir það máli, kynnir þú að spyrja. Jú, áföll eru eins í eðli sínu en það hvernig þau eru meðhöndluð er mjög mismunandi. Það sem er nefnilega líklegast til að gera eitt áfall, eða krísu, minnisstætt er það hvernig samskiptunum var hagað í kjölfar áfallsins. Sem sagt, í kjölfar áfalls vegna t.d. upplýsingaleka eða olíuleka getur annað áfall fylgt tengt þeirri óvissu sem fylgir ómarkvissum samskiptum eða jafnvel þögn fyrirtækis sem stafar af þeirri von um að neikvæð umræða deyi út.

Með öðrum orðum, olíu er skvett á eldinn með því að svara ekki alvarlegum ásökunum strax, með réttum skilaboðum sem beint er að réttum móttakendum.

Röng skilaboð sem jafnvel er beint að röngum móttakendum geta gert illt verra og valdið gríðarlegum skaða á skömmum tíma. Fyrirtæki missa viðskiptavini, hlutabréfaverð fellur og þá er ótalinn kostnaður við að byggja upp traust á ný. Fyrstu 24 tímarnir í krísu eru afgerandi vegna margföldunaráhrifa allra mistaka sem gerð eru í byrjun. Það kostar sem sagt meira að leiðrétta röng skilaboð eftir á, heldur en að gefa sér tíma í rétt skilaboð í byrjun.

Eitt af fyrstu skrefunum ætti að vera að leita utanaðkomandi fagráðgjafar. Annað skrefið ætti að vera það að gera sér grein fyrir því að fólk fyllir í það tómarúm sem skapast þegar fyrirtæki þegir eftir áfall.

Cohn & Wolfe: Neyðaraðstoð – Crisis hotline 24/7/365: +354 8985179

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »