man sitting in the top of the mountain
Róbinson Krusó meðferðin
útgefið

Við getum flest verið sammála um að jákvæð hugsun sé forsenda þess að samþykkja það að jákvæðni auki líkurnar á skilningi og að skilningur sé ein helsta breytan í góðum mannlegum samskiptum. Einnig að gæði sé eftirsóknarvert stefnumótandi markmið í samskiptum enda notagildi samskiptanna tilgangur þeirra.

Endalegt markmið samskipta er að snúa viðhorfi viðmælanda í jákvæða átt og að skilningur sé forsenda fyrir því að samskiptin verði báðum aðilum til hagsbóta. Án skilnings eru engar líkur á vægð í samskiptum. 

Að örva og þjálfa heilann er ágæt aðferð til að efla jákvæða hugsun og auka á þann hátt líkurnar á skilningi. Þetta skildi Róbinson Krúsó. Þungur í lund skolaði honum upp á strönd eyjarinnar í ballarhafi, þar sem engan mann var að finna til að eiga samskipti við. Aleinn var hann vonlítill um að honum yrði nokkurn tímann bjargað í siðmenninguna. Hann sagði við sjálfan sig að engin staða væri svo neikvæð að maður gæti ekki leyft sér að efast um hana. Róbinson nýtti það eina sem hann í raun átti, heilann. Hann varð að finna aðferð til að skilja stöðu sína. Hann skildi að eina aðferðin til að nota heilann af einhverri skynsemi væri að róa hugann. Aðferðin sem hann fann upp var að vega og meta stöðu sína sem debet og kredit, neikvætt og jákvætt. 

Róbinson hugsaði um stöðuna á gagnrýninn hátt og setti hana upp í andstæðurnar, neikvætt og jákvætt: Það var neikvætt að honum hafði skolað upp á eyðieyju (með litla von um björgun). Aftur á móti var jákvætt að hann væri á lífi, hann drukknaði ekki eins og allir hinir á skipinu. Neikvætt var að hann hafi engin klæði til að skýla sér með. Á móti var jákvætt að loftslag eyjarinnar var svo milt að hann þurfti þeirra ekki. Og svo framvegis.

Í jákvæðni okkar getum við látið hugmyndir Róbinsons okkur að kenningu verða. Ábendingu frá manni sem var í neikvæðri stöðu, svo ekki meira sé sagt sem áleit að fátt sé svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Að horfa á jákvæðu hliðarnar sem geta orðið okkur til framdráttar og aukið skilning okkar á stöðunni. Það sem breytti viðhorfi hans varð honum til bjargar. Ef hann hefði ekki haldið ró sinni og vegið og metið stöðuna af skynsemi hefði hann sennilega fallið í þunglyndi og ekki lifað vistina af. Hann hefði þá aldrei hitt vin sinn Föstudag og ekki verið bjargað á endanum.  

Lífið er spurning um afstöðu

Fegraði Róbinson stöðu sína þegar hann hugsaði um jákvæðu hliðarnar í mati sínu? Nei, rýni hans var honum gagnleg vegna þess að andstæðurnar voru báðar sannar. Spurningin er hvort viðhorfið maður velur, það neikvæða eða jákvæða. Mikilvægast af öllu er að vera upplýstur, að skilja, að taka upplýsta ákvörðun. Notagildið felst í því að rýna í gögnin út frá markmiðum um að komast lífs af.

Þetta virkar einfalt, næstum ótrúverðugt. Bandaríska geðheilsustofnunin, National Institute of Mental Health (www.nimh.nih.gov), stærsta rannsóknarstofnun sinnar tegundar í heiminum, prófaði aðferð Róbinsons í einni af stærstu rannsóknum sem gerð hefur verið á meðferðarúrræðum. Rannsakendurnir nefndu meðferðina ekki eftir Róbinson þótt hún ætti það sannarlega skilið að heita í höfuðið á skáldsagnarpersónunni. Þeir völdu að kalla meðferðina “Cognitive Behavioral Therapy” eða hugræna atferlismeðferð (HAM). 

Niðurstöður rannsóknarinnar styrktu aðferð Róbinson Krúsó sem árangursríka gagnaskoðun sem aðstoðar okkur til að sjá lífið og tilveruna með björtum augum, að efast ekki um sjálfan sig eða annað fólk. 

Með öðrum orðum má segja að ef gengið er út frá því að samskipti séu ástunduð til þess að þoka málum í rétta átt þá eigið það jafnt við í samskiptum við sjálfan sig. Róbinson Krúsó skildi betur sína raunverulegu stöðu með jákvæðu hugarfari og náði þess vegna þeim árangri að lifa af. Hann náði árangri í samskiptum við sjálfan sig. Þor og þol eru tvær megin breytur góðra mannlegra samskipta. Róbinson Krúsó hefði verið frábær almannatengslaráðgjafi.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »