people using phone while standing
Tæknimiðlun: Samfélagsmiðlar eru mikilvægir fyrirtækjum
útgefið

Samfélagsmiðlar verða sífellt mikilvægari þáttur í að viðhalda góðu sambandi milli fyrirtækja og neytenda. Þrátt fyrir að samfélagsmiðlar séu tiltölulega nýtilkomnir hafa þeir látið til sín taka á stuttum tíma og má búast við að vægi þeirra og áhrif verði mun áþreifanlegri í framtíðinni.

 Það er gert ráð fyrir að fyrirtæki séu á samfélagsmiðlum en þau eru þar oft án skýrs tilgangs.

Tilgangurinn með viðveru á samfélagsmiðlum hefur yfirleitt verið sá að vera í sambandi við viðskiptavini enda einföld leið til að eiga samskipti. Í dag nota fyrirtæki samfélagsmiðla til þess að taka þátt í viðræðum við viðskiptavini sína og hagaðila. Neytendur og hagaðilar biðja um einföld og bein samskipti og búist er við að fyrirtæki svari því. Mikill fjöldi notenda er stór hluti af mögulegum nýjum viðskiptavinum og á margan hátt eru þessi samskipti veigamikill hluti í að öðlast traust þeirra. 

Afleiðingar þess að vera fjarverandi eða óvirkur á samfélagsmiðlum er að fyrirtæki eiga í hættu að verða umdeild eða að fólk haldi að þau séu að fela eitthvað. 

Viðveran felur hins vegar í sér meiri áhættu þar sem fyrirtækið býður upp á opna rás þar sem gagnrýni óánægðra neytenda fær hljómgrunn. Ranglæti, falsfréttir og neikvæð umræða er fljót að breiðast út sem getur haft verulegar afleiðingar fyrir fyrirtækin.

Notkun samfélagsmiðla er mikilvæg leið til að eiga samskipti en markmiðin þurfa að vera til staðar, bæði fyrir stór og lítil fyrirtæki.

Fyrirtæki þurfa í meira mæli að vera meðvituð um það sem þau gera og segja og vera samhæfð. Í besta falli geta fyrirtæki fengið mjög jákvæða útbreiðslu á samfélagsmiðlum.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband