group of people in airliner
Tæknimiðlun: Ný tækni óvinur óæskilegra farþega
útgefið

Það hefur sýnt sig að skilyrði til að fara um borð í flugvél eru ekki nógu skilvirk og örugg til að stöðva för óæskilegra farþega.

Mælt er með að flugfarþegar séu ávalt með vegabréf sitt meðferðis svo þeir geti sannað á sér deili hvenær sem krafist er. Innan Schengen er ekki krafist að framvísa vegabréfi en þess er krafist að hafa meðferðis persónuskilríki. Brottfararspjald er skilda til að geta farið um borð. Það geta orðið mannleg mistök og afleiðingarnar geta verið bæði stórvægilegar eða minniháttar.

Lífkenni kemur upp um flugfarþega

Samstarf flugfélagsins Lufthansa og Amadeus hefur leitt til nýs skanna sem notar lífkenni (biometric) við innritun flugfarþega.

Ferlið er þannig að teknar eru myndir af andliti farþegans. Myndirnar fara síðan í gegnum sérstakan gagnagrunn sem ber kennsl á viðkomandi á nokkrum sekúndum. Ef allt er með felldu er farþeganum hleypt um borð í flugvélina, án þess að hafa notað vegabréf eða brottfararspjald. Hugmyndin er að auka öryggi og skilvirkni við innritun en með kerfinu væri hægt að innrita 350 manns á 20 mínútum.

Alþjóðlegi flugvöllurinn Los Angeles prófaði kerfið með góðum árangri.

Nýjast á Úlfaslóð

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »
woman in black shirt holding white plastic bottle

Covid-19 jók netnotkun heimsins. Hvað gerðist á Íslandi?

Covid-19 faraldurinn hefur leitt til aukningar á notkun snjalltækja og breyttrar hegðunar fólks á netinu um allan heim. Ísland er engin undantekning en mörg fyrirtæki tóku meðal annars upp heimsendingar, lækkuðu verð og juku úrval vara á netinu svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að 92% landsmanna notuðu Facebook í maí og 70% Youtube

smelltu og lestu »