group of people in airliner
Tæknimiðlun: Ný tækni óvinur óæskilegra farþega
útgefið

Það hefur sýnt sig að skilyrði til að fara um borð í flugvél eru ekki nógu skilvirk og örugg til að stöðva för óæskilegra farþega.

Mælt er með að flugfarþegar séu ávalt með vegabréf sitt meðferðis svo þeir geti sannað á sér deili hvenær sem krafist er. Innan Schengen er ekki krafist að framvísa vegabréfi en þess er krafist að hafa meðferðis persónuskilríki. Brottfararspjald er skilda til að geta farið um borð. Það geta orðið mannleg mistök og afleiðingarnar geta verið bæði stórvægilegar eða minniháttar.

Lífkenni kemur upp um flugfarþega

Samstarf flugfélagsins Lufthansa og Amadeus hefur leitt til nýs skanna sem notar lífkenni (biometric) við innritun flugfarþega.

Ferlið er þannig að teknar eru myndir af andliti farþegans. Myndirnar fara síðan í gegnum sérstakan gagnagrunn sem ber kennsl á viðkomandi á nokkrum sekúndum. Ef allt er með felldu er farþeganum hleypt um borð í flugvélina, án þess að hafa notað vegabréf eða brottfararspjald. Hugmyndin er að auka öryggi og skilvirkni við innritun en með kerfinu væri hægt að innrita 350 manns á 20 mínútum.

Alþjóðlegi flugvöllurinn Los Angeles prófaði kerfið með góðum árangri.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »