Krísuáætlun allra krísuáætlana
útgefið

Fæstir vilja hugsa þá hugsun til enda að ómissandi starfsmenn eru líka ódauðlegir. Hvað gerir fyrirtæki sem missir ómissandi starfsmann? Guðjón Heiðar Pálsson, framkvæmdastjóri og stefnulegur ráðgjafi Cohn & Wolfe veit svarið og hann var í viðtali við Morgunblaðið.

Viðtal Ásgeirs Ingvarsonar við Guðjón Heiðar birtist fyrst í morgunblaðinu »

Í sumum fyrirtækjum er skipulagið þannig að einn maður heldur um alla þræði – þetta er gjarna forstjórinn eða hátt settur framkvæmdastjóri. Hvað gerist ef þessi starfsmaður fellur frá?  Vandamálið flækist enn ef hann sá um samskiptin við mikilvægustu viðskiptavinina eða sá eini sem hafði aðgang að netbanka fyrirtækisins.

Guðjón segir að stjórnendur séu meðvitaðir um hættuna á að missa frá sér lykilstarfsmann en þeim láist oft að grípa til nauðsynlegra ráðstafana. Guðjón segir að fyrirtæki eigi að hafa áætlun til staðar sem grípa má til þegar starfsmaður hverfur úr hópnum. Áætlunin verður að kveða á um hvernig fullt er í skarðið en ekki síður hvernig á að hjálpa starfsfólki að takast á við áfallið.

Sjáðu meira um hvernig á að gera slíka áætlun í Morgunblaðinu í dag, 29. janúar. Ef þitt fyrirtæki er ekki með slíka áætlun reiðubúna skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur hjá Cohn & Wolfe.

Nýjast á Úlfaslóð

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »
woman in black shirt holding white plastic bottle

Covid-19 jók netnotkun heimsins. Hvað gerðist á Íslandi?

Covid-19 faraldurinn hefur leitt til aukningar á notkun snjalltækja og breyttrar hegðunar fólks á netinu um allan heim. Ísland er engin undantekning en mörg fyrirtæki tóku meðal annars upp heimsendingar, lækkuðu verð og juku úrval vara á netinu svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að 92% landsmanna notuðu Facebook í maí og 70% Youtube

smelltu og lestu »