Litur ársins 2018
útgefið

Við hjá Cohn & Wolfe veðjum á að Ultra Violet verði litur ársins 2018. Þessi litur hefur margt að segja. Hann miðlar frumleika, hugvitssemi og framúrstefnulegri hugsun sem vísar til framtíðar.

 

Ultra Violet – sem gæti kallast öfga fjólublár á íslensku– er flókinn litur og íhugull. Hann gefur til kynna óræðar víddir alheimsins og forvitni um það sem fram undan er ásamt uppgötvunum um hvar við stöndum í dag. Liturinn vísar til næturhiminsins sem er táknrænn um hvað gæti verið framundan og þrá til að kanna aðra heima en okkar eigin. 

Hinir flóknu fjólubláu litir hafa alltaf verið tákn hliðarmenningar, frjálslyndis og listrænnar snilligáfu. Tónlistarmennirnir Prince, David Bowie og Jimi Hendrix tóku litinn upp á eigin arma og gerðu úr honum ódauðleg listaverk. 

Í gegnum aldirnar hefur fjólublár verið tengdur andlegum málum. Fjólublár er litur aðventunnar og hann er nátengdur núvitund.

Ultra Violet verður litur ársins og mun veita fólki allskyns innblástur á nýju ári. 

 

Nýjast á Úlfaslóð

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »
woman in black shirt holding white plastic bottle

Covid-19 jók netnotkun heimsins. Hvað gerðist á Íslandi?

Covid-19 faraldurinn hefur leitt til aukningar á notkun snjalltækja og breyttrar hegðunar fólks á netinu um allan heim. Ísland er engin undantekning en mörg fyrirtæki tóku meðal annars upp heimsendingar, lækkuðu verð og juku úrval vara á netinu svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að 92% landsmanna notuðu Facebook í maí og 70% Youtube

smelltu og lestu »