Hugmyndir eru eins og Legókubbar
útgefið

Það vakti mikla athygli í íslensku pressunni í síðustu viku þegar bandaríska sjónvarpsstöðin Discovery fjallaði um Brynjar Karl Birgisson, ellefu ára gamlan einhverfan dreng, sem hafði sett saman rúmlega sex metra langt líkan af ólukkufleyinu Titanic.

Það vakti eftirtekt að umfjöllun Discovery bætti heil miklu við brotakenndar fréttir íslenskra fjölmiðla af smíði Brynjars. Hún var dýpri og bætti upplýsingum við sem skýrðu verkefnið á meðan íslensku fjölmiðlarnir klóruðu yfirborðið og sögðu frá einhverfum dreng að setja saman skip úr kubbum.

En hvernig er frétt? Hvað eru upplýsingar? Hvað er hugmynd?

Hugmynd er orðuð hugsun – hugsun verður ekki að hugmynd fyrr en hugsunin er sett í orð. Og frétt eru orðuð hugsun – þ.e. hugmynd. Hugsun sem ekki er hægt að orða hafa menn enga hugmynd um. Skemmtilegt er að velta því fyrir sér að upplýsingar er mótuð hugmynd gagnstætt gögnum, sem eru ósamsettar upplýsingar.

Köfum dýpra samkvæmt ákveðnum skilgreiningum.

GÖGN

Titanic-skipið hans Brynjars er mótuð hugmynd þegar smíðinni er lokið – hugmynd sem er saman sett úr mörgum Legókubbum. En hvernig er fréttin af smíðinni sem er ólokið?

Gögn eru svipuð og stakir Legókubbar, ósamsettar upplýsingar. Stefnuleg áætlun, í hvaða formi sem hún er, markar gæði eiginleika gagna. Áætlunin gefur skilning á því hvað sé gagnlegt og ákvarðar hvaða gögn hafi notagildi í ákveðnu samhengi rétt eins og Legókubbarnir, sem þjóna hlutverki í ákveðnu verki – segjum Titanic-líkani Brynjars.

UPPLÝSINGAR

Áhugavert er að kanna, áður en dýpra er haldið, hvað upplýsingar eru en þær eru einfaldlega gögn sem búið er að setja í samhengi, móttekin og skilin. Skilgreina má þar með upplýsingar sem mótaða hugmynd. Hvað segir það okkur um hvernig frétt er?

HVERNIG FRÉTT ER

Hugmyndin um formið hvernig frétt er byggð hér á skilgreiningunni um upplýsingarnar.

Ætla má að áætlun neytenda gefi til kynna að frétt séu upplýsingar eða mótuð hugmynd, þar sem fréttin er einstök og sjálfstæð hugmynd. Þótt hún eigi sér framhald.

Í ÁTT AÐ SKILNINGI

Núna höfum við tvö stig skilnings, gögn og upplýsingar.

Næsta stig er til staðar til aukin skilnings: þekkingin (alltaf með ákveðnum greini samkvæmt skilgreiningu okkar).

Þekkingin eru upplýsingar sem búið er að setja í samhengi og skilin miðað við ákveðna stefnulega áætlun, til dæmis ákveðið fag. Fagkennslan tekur þá mið af stefnulegri áætlun um viðkomandi fag þar sem tegundir af upplýsingum er tengd saman í þeim tilgangi að búa til þekkinguna sem grundvallar viðkomandi fag. Fagið er þá einhver ákveðin fast mótuð hugmynd.

Segja má að þekkingin séu fleiri „einingar“ af upplýsingum í ákveðnu samhengi, mótaðar í ákveðna einingu – eina stærri einingu. Eða fleiri mótaðar hugmyndir settar saman í eina fast mótaða hugmynd samanber eitt fag.

Segja má að ítarleg umfjöllun í fjölmiðli sé eitthvað annað en venjuleg frétt – en ítarleg umfjöllun er af sama bergi brotin þ.e. sett saman úr stærra samhengi upplýsinga eða fleiri mótuðum hugmyndum ef fréttin hefur eitthvert upplýsingagildi. Notagildið umfjöllunarinnar felast í því af hvaða gæðum gögnin eru.

Núna höfum við þrjú stig til skilnings: gögn; upplýsingar; ákveðna þekkingu.

Tvö stig eftir: það að reyna þekkinguna; kunnáttuna (þekkingin reynd) og eftirfylgni sem er reynslan skráð og skilin.

HVAÐ GAGNLEGT ER

Hæpið er að fullyrða, miðað við gefnar skilgreiningar, að gögn séu gagnleg í þessu ákveðna samhengi þótt þau gagnist manni til brúks síðar í ferlinu fyrir upplýsingar.

Það að gögn séu gagnleg er erfitt að skilja nema þá kannski í þeirri óvissu að fundið efni sé hugsanlega gögn. Ef óvissa er til staðar má með töluverðri vissu áætla að hin stefnulega áætlun sé ekki af þeim gæðum sem gagnast ætti.

Gögn hafa notagildi. Þau geta ekki hugsanlega haft notagildi. Gögn eru gögn. Þau gagnast manni til frekari skilnings. Meining er sú að gögn eitt og sér séu ekki gagnleg – heldur er nýting þeirra gagnleg þ.e. til að búa til upplýsingar úr. Við tölum hversdagslega um gagnlegar upplýsingar.

Ætla má að orð eins og „gagnlegt“ verði að sértæku hugtaki sem tilheyrir upplýsingum á þeim forsendum að upplýsingar verða til af gögnum. Gögn eru gagnleg fyrir upplýsingagerð.

Upplýsingar eru aðeins gagnlegar ef þær hafa notagildi þ.e. að gögn séu af þeim gæðum að þau eru hugsanlega til gagns og verði, í samhengi, að upplýsingum samkvæmt skilgreiningunni um hvað upplýsingar eru.

Sama á við um upplýsingar sem eru (ekki geta verið) gagnlegar fyrir þekkinguna.

Þekking getur haft notagildi fyrir kunnáttuna og kunnáttan getur haft notagildi fyrir ákveðið verk. Sýnilegur árangur miðaður við gerða áætlun sker úr um notagildi.

Nú er praktíkin eftir þ.e. kunnáttan og síðast reynslan.

NEÐANMÁLS

Legókubbadrengurinn Brynjar Karl hefur greinilega reynt þekkinguna og sennilegast hefur hann öðlast kunnáttu eftir alla þessa vinnu. Reynslan á eftir að koma í ljós.

Samkvæmt þessu öllu gagnast íslensku fréttirnar um þetta mál neytendum lítið. Sökum þess hversu brotakenndar þær eru þá líkjast þær fremur gögnum en upplýsingum. Þær gefa ekki mótaða hugmynd um drenginn og verk hans.

Til að fá einhverja heildarhugmynd þarf að feta í spor sagnfræðingsins til að upplýsa sig – safna fréttum hér og þar sem birtast neytenda frétta í einskonar stíl gagna. Ekki upplýsinga. Neytandinn hefur því enga möguleika á að taka upplýsta ákvörðun af gögnum.

Góð frétt er ekki púsl. Heldur myndin öll. Upplýsingar. Mótuð hugmynd.

Ræða má um það hvort neytandinn sé að fá fullmótaða vöru – nægilegar upplýsingar og mótaða hugmynd – eða hvort um vörusvik sé að ræða. Lélega Legókubba.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »