Yfirmaður tæknimiðlunar Cohn & Wolfe
útgefið

Julian Tanner hefur verið ráðinn yfirmaður tæknimiðlunar almannatengslafyrirtækisins Cohn & Wolfe á heimsvísu. Þetta er ný staða innan Cohn & Wolfe.

Undir svið Tanners heyrir tæknimiðlun Cohn & Wolfe og þróunarmál í innleiðingu á tækni á öllum markaðssviðum. Tanner mun jafnframt veita viðskiptavinum Cohn & Wolfe ráðgjöf í tæknimiðlun.

Tanner hefur unnið við almannatengsl og í upplýsingatækni í 30 ár. Hann stofnaði tæknimiðlunar og greiningarfyrirtækið AxiCom árið 1994 en það hefur verið í eigu WPP, móðurfélags Cohn & Wolfe frá árinu 2008. Fyrirtækið sérhæfir sig jafnframt í krísustjórnun, markaðssetningu, staðfærslu og leiðtogaþjálfun. Hann hefur verið forstjóri fyrirtækisins fram að þessu en tekur nú sæti stjórnarformanns.

Hjá Cohn & Wolfe vinna 1.200 manns um allan heim.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »