Aumingjavæðing Íslands
útgefið

Í dag þykir gott að gera hluti tortryggilega. Láta liggja að einhverju. Ala á öfund. Gleðjast yfir óförum annarra. Sýna hugleysi í skoðunum.

Það er búið að ákveða að starfsmenn fjármálafyrirtækja séu vont fólk. Illa innrætt og ekki til nokkurra góðra verka nýtilegt.

Þetta er þjóðfélagslegt hara-kiri.

Með þessu er verið að útiloka frá framleiðslutækjum og ákvarðanatöku bestu einstaklinga heillar kynslóðar. Fjármálafyrirtækin greiddu um árabil hæstu laun nokkurra fyrirtækja, vönduðu sig sérstaklega við að tryggja að þau næðu örugglega bestu einstaklingunum sem þjóðin hafði upp á bjóða og færðu þeim ómetanlega reynslu. Reyndar voru fjármálafyrirtækin það frek á fólk, að ekki einungis tóku þau allt A fólkið, heldur megnið af B fólkinu líka.

Nú er þetta fólk ónothæft til verka.

Það þýðir að þjóðin er að velja sér B fólk, og oft C fólk, til að varða leiðina inn í nýja Ísland.

Ef árangur byggir á fólki, þá er spurning hver árangurinn verður af þessu.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »