Gott að vinna hjá Cohn & Wolfe
útgefið

Bandaríska fagtímaritið PRWeek hefur valið Cohn & Wolfe sem eitt af þremur stóru almannatengslafyrirtækjunum sem best er að vinna hjá vestanhafs. Þetta er annað árið í röð sem fyrirtækinu hlotnast þessi viðurkenning. Cohn & Wolfe  er með skrifstofu í Stóra turninum í Kringlunni.

Cohn & Wolfe er eitt af þremur stóru almannatengslafyrirtækjunum sem best hefur verið að vinna hjá í Bandaríkjunum á þessu ári, að mati PRWeek. Niðurstaða PRWeek byggir á svörum rúmlega 2.100 sérfræðinga og annarra starfsmanna þeirra almannatengslafyrirtækja sem voru undir í könnun PRWeek í Bandaríkjunum. 

Á meðal þess sem PRWeek spurði um voru meðal annars vellíðan í starfi, hvaða tækifæri starfsfólki standa til boða, hver launin eru, hlunnindin, hvernig starfsfólki fyrirtækjanna gengur að aðgreina eða tvinna saman vinnu og einkalíf.  

Fjallað er ítarlega um könnunina, niðurstöðurnar og hvaða fyrirtæki náðu á lista PRWeek hér

Vinna vel fyrir viðskiptavini

Haft er eftir Donnu Imperato, aðalforstjóra Cohn & Wolfe, í tilkynningu að hún sé hæstánægð með viðurkenninguna. Ljóst sé að samhæfð boðmiðlun Cohn & Wolfe (e. integrated communications) og ánægt starfsfólk hafi komið Cohn & Wolfe á þennan stall. Þá bætti Imperato við, að hún sé afar stolt af verkum sérfræðinga Cohn & Wolfe bæði fyrir fyrirtækið sjálft og viðskiptavini þess.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband