Nútíma almannatengsl eru lifandi samskipti
útgefið

Almannatengsl hafa breyst. Nútíma almannatengsl hafa orðið til. Nú snúast þau um annað og meira en skrif á fréttatilkynningum. Annað og meira en viðbrögð við neikvæðri umræðu.

Almannatengill fortíðar var skrifari. Iðulega lágu fyrir beiðnir um fréttatilkynningar sem þurfti að skrifa, yfirfara, samþykkja og senda síðan til valinna miðla. Fréttatilkynningin var prentuð á bréfsefni viðkomandi fyrirtækis, umslög voru merkt og staflinn síðan sendur á pósthúsið.

Nútíma almannatengsl hafa orðið til vegna…

Aukið sjálfsstæði einstaklinga m.a. vegna aðgengis að rafrænum miðlum hefur stuðlað að þróun nútíma almannatengsla. Aðgangur er betri að gögnum, menntun og þekkingu. Yfirfærsla miðlunar á vefsíður, tölvupóst, félagsmiðla og aðra rafræna miðla hefur breytt almannatengslum. Nútíma almannatengsl hafa orðið til. Almannatengill nútímans þarf að vera skapandi og fjölhæfur. Hann þarf að kunn að lesa rannsóknir, greina, túlka og samhæfa miðlunina.

Í dag þarf almannatenglill að geta stjórnað miðlun á mörgum boðrásum samtímis. Hann þarf að fylgja eftir stefnu viðskiptavinar og vera algjörlega með á nótunum varðandi viðskiptalíf nútímans.

Almannatengill nútímans þarf að kunna mjög góð skil á notkun rafrænna miðla og geta lesið úr greiningum og rafrænum samantektum. Hann þarf að fylgjast vel með straumum og stefnum.

Þess ber að geta að grundvöllur mörkunar og upplýsingamiðlunar breytist ekki endilega þrátt fyrir að verkfærin breytist. Corporate Governance Communication (CGC) er nýja verkfæri fyrirtækja og stofnana til að yrða sig. Nýjar boðrásir og breyttur heimur gefur almannatengslum nútímans tækifæri til að praktísera fag sitt enn betur en áður.

Skilningur á CGC er forsenda þess að hægt sé að nýta þekktan grundvöll með nýjum hætti. Eru þessi mál í lagi á þínum vinnustað?

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »