Er hægt að gengisfella tungumálið?
útgefið

Það er stundum sagt að hitt og þetta sé gengisfellt. Í þessari grein verður ekki átt við gengisfellingu í hefðbundnum skilningi, heldur í samhengi orðanna.

Tungumál eru mannana smíð og því undirorpin breytingum. Þetta sést best á þeim nýyrðum sem hver kynslóð eða hópur temur sér og eru breytileg frá einum tíma til annars. Sú breyting er frekar hröð og má benda á að orðabók um slangur og slettur frá árinu 1983 er löngu orðin úrelt nú rúmum 30 árum síðar.

Það er líka athyglisvert að nýyrði geta aðeins orðið til í sumum orðflokkum. Einungis nafnorð, sagnorð og lýsingarorð eru móttækileg fyrir nýyrðum. Orðflokkar eins og atviksorð og forsetningar eru lokaðir orðflokkar sem merkir að ný orð geta ekki bæst í þá.

Svo deyja sum orð einfaldlega út vegna lítillar notkunar eða breyttra atvinnuhátta. Má þar nefna orð sem voru lýsandi fyrir gamalt handverk, búnað eða vinnuaðferðir í landbúnaði og sjávarútvegi.

Að lokum má nefna orð sem eru tekin úr sínu upprunalega samhengi og sett í nýtt. Þetta er oft gert hjá stjórnmálaflokkum eða hagsmunahópum til að styrkja tiltekinn málstað eða skoðun eða gera lítið úr andstæðingum sínum. Orð sem notuð eru fyrir frelsi eða réttindi eru oft tekin og merking þeirra heimfærð upp á ákveðna hópa á skjön við upphaflega merkingu orðanna.

Svarið við þeirri spurningu sem lagt var upp með er því neitandi. Við getum gengisfellt orð og hugtök að því leyti að þau fái nýja vinkla og merkingareindir en eðli tungumála er að vera síkvikt og lifandi. 

Kynslóðir eða hópar eru ekki handhafar þess valds að skilgreina orð og hugtök tungumálsins í eitt skipti fyrir öll. Slík réttindi eru ekki til og handhafar orðræðunnar munu alltaf gegna því hlutverki tímabundið.    

 

 

 

 

 

 

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »