Hvað viltu borga fyrir aðgengi?
útgefið

Auðlindir eru bjargráð þjóða og ríkja. Stjórnun ríkja felst í stjórnun á aðgengi að auðlindum. Og aðgangur að einni auðlind getur hindrað aðgang að annarri, varanlega eða tímabundið.

Í lýðræðisríkjum eru ríkisstjórnir kjörnar í hlutverk. Hlutverkið er að hagræða bjargráðum ríkisins. Bjargráðin geta t.d. falist í fiski í sjó, orku fallvatna og fallegri náttúru.

Aðgengi kostar

Bókasafnskort kostar lítið og það veitir takmarkað aðgengi. Með því er hægt að nálgast allar jólabækurnar en það kostar stundum langan biðtíma. Og maður verður að skila þeim fljótt aftur.

Að kaupa jólabækurnar veitir mun betra aðgengi en það kostar líka margfalt meira. Og slíkur kostnaður getur hindrað annað aðgengi. T.d. að jólasteikinni eða áramótaflugeldunum.

Aðgengi kostar en það getur líka skilað ávöxtun. Sá sem kaupir sér allar jólabækurnar getur verið fljótur að afla sér gagna og upplýsinga. Það getur veitt annars konar aðgengi.

Stjórnmál felast í því að meta aðgengi

Í stjórnmálum er tekist á um forgangsröðun aðgengis. Er aðgengi A mikilvægara en aðgengi B? Hvað kostar aðgengið? Hverju er fórnað? Og hvað fæst í staðinn? Um þetta er kosið á nokkurra ára fresti.

Á Íslandi snúast viðfangsefnin t.d. um nýtingu á orku fallvatnanna. Aðgangur að orkunni getur hindrað aðgang að ósnortinni náttúru. Í staðinn getur fengist fjármagn sem veitir annað aðgengi.

Ferðamenn vilja kaupa sér aðgengi að merkilegri náttúru Íslands. Með því takmarka þeir að einhverju leyti aðgengi að orkunýtingu og aðgengi þess fámenna hóps sem áður naut ósnortinnar náttúru.

Kyrrstaða er ekki kostur

Nú er tekist á um hvort eða hvernig eigi að rukka ferðamenn fyrir aðgang að náttúruperlum á Íslandi. Ferðamenn borga skatta og gjöld af ýmsu tagi. En eiga þeir að borga beinan aðgangseyri að náttúrunni?

Án stefnumótunar munu náttúruperlur á Íslandi mást og eyðast án viðunandi ávöxtunar. Aðgangur að þeim mun hverfa varanlega og ekkert koma í staðinn.

Kyrrstaða er ekki kostur því veröldin geysist áfram í tíma og rúmi. Ríkisstjórn, Alþingi, sveitarstjórnir, landeigendur og almenningur á Íslandi verður að ákveða hvernig hagræða á þeim bjargráðum sem felast í náttúruperlunum.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »