Ed Ney, stjórnarformaður Y&R látinn
útgefið

Ed Ney, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Young & Rubicam frá 1970 til 1989, er látinn. Hann var goðsögn í heimi almannatengla og sá sem fyrstur innleiddi samhæfð boðskipti og okkar frægu „Best alone, Better Together“ aðferðafræði.

Undir forystu Ed voru fest kaup á fjölda almannatengslafyrirtækja eins og Sudler & Hennessey, Wunderman, Burson-Marsteller og Londor sem lögðu grunninn að stórveldinu Young & Rubicam Group. Ed var þeim hæfileikum gæddur að sjá lengra en samferðamenn sínir og í raun starfsgreinin í heild sinni.

Ed gegndi jafnframt stöðu bandaríska sendiherrans í Kanada frá 1989-1992 þar sem hann var ötull talsmaður þess að efla viðskiptasambandið milli þessara tveggja landa og Mexíkó. Árið 1999 settist hann í stól stjórnarformanns emerítus hjá Y&R og leit við á skrifstofunni uns heilsan brast.

Merkilegur maður er fallinn frá og hans verður ábyggilega minnst í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum á næstu dögum og vikum fyrir afrek sín og framsýni. Hans verður sárt saknað.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband