Viðskiptavinir verðlauna fyrirtækjum gagnsæi
útgefið

Viðskiptavinir verðlauna fyrirtækjum í síauknu mæli við kaup á vöru og þjónustu sé rekstri þeirra gegnsær samkvæmt nýrri alþjóðlegri könnun sem gerð var af ráðgjafafyrirtækinu Cohn og Wolfe sem birt var nýverið.

Skýrslan náði til 3000 einstaklinga í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kína. Niðurstöður skýrslunnar gáfu til kynna að meira en tveir þriðju af neytendum í þessum löndum álitu heiðarleika og gagnsæi jafnmikilvæg verði og gæðum þegar kaup á vöru eða þjónustu voru íhuguð.

Þessar niðurstöður koma á sama tíma og umfjallanir í fjölmiðlum benda á að víða sé pottur brotinn í starfsháttum fyrirtækja. Í skýrslunni er minnst á hneykslismál í tengslum við vanrækslu gæðamála hjá kínverskum matvælaframleiðendum auk þess álitshnekks  sem bandarískir og breskir bankar máttu þola í kjölfar efnahagshrunsins.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að meira en þriðjungur áleit að fyrirtækin létu einungis í té þær upplýsingar sem þau væru lagalega skuldbundin til upplýsa. Ríflega fimmtungur áleit að fyrirtækin láti einungis í té þær upplýsingar sem sýni þau í jákvæðu ljósi. 

Og til að undirstrika tortryggni viðskiptavina álitu tæp 17% að fyrirtækin væru ekki nægilega heiðarleg eða skorti gegnsæi í þeirri von að auka hagnað sinn. Það vekur athygli að Apple er álitið það fyrirtæki með mest gagnsæi að mati þeirra Bandaríkjamanna sem tóku þátt í könnuninni þrátt fyrir vel þekkta framleiðsluhætti. Almennt standa vörumerki í tæknigeiranum sig vel í Bandaríkjunum þar sem Microsoft, Amazon og Google eru meðal tíu efstu.

Í Kína er svipað uppi á teningnum með tæknifyrirtækin, þau tróna í efstu sætunum. Í Bretlandi álíta neytendur hinsvegar að dagvörur séu þær heiðarlegustu. „Mörg af þessum fyrirtækjum eins og Marks & Spenser, The Co-operative og John Lewis fela í sér notalega tilfinningu eða kennd,“ segir Anthony Hilton fjármálaritstjóri hjá Independent sem rannsóknin vitnar í.

„Fyrir tilstuðlan styrks og frægðar líftíma vörumerkja virðast þau stundum heiðarleg en það þýðir ekki að þau hafi ekki eða muni ekki verða flækt í hneykslismál í tengslum við starfsmannahald, framleiðsluhætti eða fjármál.“ 

Skýrslan bendir á að lokum að „viðskiptavinir eru núna betur upplýstir um viðskiptahætti fyrirtækjanna en nokkru sinni fyrr og krefjast í auknu mæli upplýsinga um gildi og hegðun fyrirtækjanna.“

Skilaboð skýrslunnar til stórra vörumerkja eru skýr: fagnið gegnsæi sem aldrei fyrr og viðskiptavinir munu launa ykkur það,“ útskýrir Geoff Beattie, yfirmaður fyrirtækjasamskipta, hjá Cohn og Wolfe. „Jafnvel þótt fyrirtæki vilji sitja á upplýsingum sem gætu skaðað skammtímahagsmuni þess er betra að vera heiðarlegur gagnvart viðskiptavinum og viðurkenna strax mistök. Þau fyrirgefa nefnilega viðskiptavinir, en ekki það að reynt sé að fela þau,“ segir Geoff að lokum.     

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »