Ertu skapandi eða skidsó?
útgefið

Ekki lesa þetta (eða gerðu það bara seinna).

Eru tengsl milli sköpunargáfu og geðveiki? Sumir spekingar vilja meina það. Bilið milli sköpunargáfu annars vegar og geðhvarfa eða geðklofa hins vegar virðist stundum lítið. Allavega er líf hins skapandi fullt af mótsögnum.

Skapandi fólk er bæði lítillátt og stolt, það er bæði innhverft og úthverft og það er uppreisnargjarnt en jafnframt íhaldsamt.

Hvernig fá menn nýjar hugmyndir og skapa ný viðmið? Hvernig verða menn skapandi listamenn eða frumkvöðlar í viðskiptum? Þetta er torrætt ferli og fullt af mótsögnum. Hér eru 10 dæmi um mótsagnir í lífi hins skapandi:

  1. Skapandi einstaklingur er jafnan drífandi og fullur af orku en oft er hann líka þögull og þarfnast hvíldar.
    – Sköpun krefst ferskleika og brennandi áhuga. Hún krefst einnig einbeitingar og íhugunar. Og allt þetta sýgur orkuna úr hinum skapandi sem í kjölfarið þarfnast hvíldar og næðis.
  2. Skapandi einstaklingur getur virkað eldklár og ótrúlega barnalegur á sama tíma.
    – Sköpun þrífst á hugmyndum. Sumar eru frábærar, aðrar fáránlegar. Og stundum eru þessar fáránlegu frábærar og þessar frábæru fáránlegar. Allt þarna á milli er bara fyrir pappakassana.
  3. Skapandi einstaklingur tvinnar saman leik og aga, ábyrgð og kæruleysi.
    – Óbeislaður leikur, jafnvel ærsl og kæruleysi geta framkallað góðar hugmyndir. En sköpun byggð á góðri hugmynd krefst útfærslu sem framkvæmd er af ábyrgð og aga.
  4. Skapandi einstaklingur getur látið hugmyndaflugið lyfta sér á hærra plan en þó haft báða fætur á jörðinni.
    – Pældu í vísindamanninum sem hefur það meginmarkmið að útskýra raunverulega virkni raunheimsins. Hann þarf svo sannarlega að geta svifið á vængjum hugans. Hugsað öðruvísi en aðrir. Hugsað öðruvísi en áður hefur verið gert.
  5. Skapandi einstaklingur er bæði úthverfur og innhverfur.
    – Flestir eru annað hvort – úthverfir eða innhverfir. Á einhvern hátt, sem erfitt er að útskýra, getur skapandi fólk verið bæði og það jafnvel á sama tíma.
  6. Skapandi einstaklingur er auðmjúkur en líka stoltur.
    – Auðmýkt og stolt virðast við fyrstu sýn vera andstæður. Þegar betur er að gáð má þó segja að hér sé frekar um samverkandi þætti að ræða. Raunverulegt innra stolt kallar á auðmýkt en skortur á stolti afmáir alla auðmýkt sem birtist þá sem hroki, falskt stolt.
  7. Skapandi einstaklingur brýst út úr kyngervi sínu.
    – Kannanir hafa bent til að samhengi sé milli sköpunargáfna og leiðtogahæfileika hjá stúlkum en tenging sé milli aukinnar tilfinninganæmni og minni árásargirni annars vegar og sköpunargáfna hins vegar hjá drengjum.
  8. Skapandi einstaklingur er bæði uppreisnargjarn og íhaldssamur.
    – Sköpunargáfan er sprottin úr menningu og hefðum á hverjum stað á hverjum tíma. Á sama tíma þarf hún að brjóta af sér hlekki tíðarandans og búa til nýjar hefðir.
  9. Skapandi einstaklingur getur verið bæði hrifnæmur og stefnufastur þegar kemur að viðfangsefnum hans.
    – Án hrifnæmni verður lífið bara of leiðinlegt til að hægt sé að vera skapandi. Stefnufestan er nauðsynleg til að fylgja sköpunarverki sínu til enda.
  10. Skapandi einstaklingur er jafnan bæði opinskár og næmur. Afleiðing er að hann er auðsærður en jafnframt fær um að gleðjast innilega.
    – Það getur enginn skapað nema getað opnað hjarta sitt og glaðst yfir eigin sköpunarverki. Til að opna hjarta sitt þarf samt að rífa niður varnarmúra og þá er hættan augljós.

Hvað sem öllum rannsóknum eða athugunum líður, hvort sem það er á mótsögnum eða geðveiki þá er enginn formúla til fyrir því hvernig einstaklingur verður skapandi. Það sem framúrskarandi listamenn, frábærir vísindamenn og frumkvöðlar í viðskiptum eiga þó sameiginlegt er aðlögunarhæfni. Þetta fólk nýtir það sem til er til að ná markmiðum sínum. Og það hefur kjark fylgja eigin viðmiðum og fylgja sköpun sinni til enda.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »