Ráðgjafar Cohn & Wolfe hafa unnið með stærstu bílaumboðum landsins. Miklar breytingar hafa orðið í bílageiranum undanfarin misseri og hafa bílaumboðin þurft að takast á við breytta heimsmynd sem felur í sér síhækkandi eldsneytiskostnað og talsverðan samdrátt í innflutningi á bifreiðum.
Í þessu nýja umhverfi þurfa bílaumboðin að takast á við krefjandi verkefni sem fela í sér miklar áskoranir. Því er nauðsynlegt að allar markaðsaðgerðir séu samhæfðar til að ná hámarkseftirtekt viðskiptavinanna.
Ráðgjafar Cohn & Wolfe hafa auk þess áralanga reynslu af samstarfi við verktaka, bílaleigur og þjónustuverkstæði þar sem neytendur sækja sér upplýsinga og þjónustu í síauknum mæli á netinu.
Ráðgjafateymi Cohn & Wolfe býður viðskiptavinum sínum fjölmiðlavöktun þar sem vökul augu sérfræðinganna bregðast hratt og markvisst við umfjöllun sem getur skaðað orðspor fyrirtækis þíns. Ráðgjafar Cohn & Wolfe veita fyrirtækjum mikilvæga innsýn í viðhorf og gildismat netverja og þannig útbúið útsendingar á efni til stafrænna miðla sem virðishvetjandi fyrir fyrirtækið þitt og viðskiptavini þína.