Ferðaþjónusta
útgefið

Fáar atvinnugreinar hafa notið jafnmikillar uppsveiflu undanfarin ár og ferðaþjónustan. Ör vöxtur greinarinnar endurspeglast í því umhverfi sem einkennist af sífellt harðnandi samkeppni þegar kemur að framboði á gistingu, bílaleigubílum, skemmtun og þjónustu. Það eru spennandi tímar framundan í ferðaþjónustunni og því mikilvægt að fyrirtæki innan geirans hámarki möguleika sýna og sýnileika í veröld síaukinnar samkeppni.

Sérfræðingar Cohn & Wolfe búa yfir áralangri reynslu og þekkingu á ferðaþjónustugeiranum. Samskipti við erlenda aðila eru grundvallaratriði í starfsemi margra ferðaþjónustuaðila. Þar býr Cohn & Wolfe Íslandi yfir sérþekkingu auk þess að njóta góðs af alþjóðlegu tengslaneti sínu. Cohn & Wolfe Íslandi býr líka yfir öflugum greiningartólum og tækniþekkingu varðandi rafrænt atferli hugsanlegra viðskiptavina íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja.

Nýjast á Úlfaslóð

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »
woman in black shirt holding white plastic bottle

Covid-19 jók netnotkun heimsins. Hvað gerðist á Íslandi?

Covid-19 faraldurinn hefur leitt til aukningar á notkun snjalltækja og breyttrar hegðunar fólks á netinu um allan heim. Ísland er engin undantekning en mörg fyrirtæki tóku meðal annars upp heimsendingar, lækkuðu verð og juku úrval vara á netinu svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að 92% landsmanna notuðu Facebook í maí og 70% Youtube

smelltu og lestu »