Náttúruvernd
útgefið

Um fátt hefur verið tekist jafn harkalega í íslensku samfélagi og náttúruvernd. Sérhver stórframkvæmd þar sem náttúrunni er raskað eða óafturkræfar breytingar eiga sér stað hafa ætíð kallað á hörð viðbrögð. Stefnumótun fyrirtækja með rekstur sem tengist náttúruvernd með einum eða öðrum hætti verður sífellt fyrirferðameiri hluti af starfsemi þeirra. Ráðgjafar Cohn & Wolfe nálgast sérhvert verkefni með aðferðafræði samhæfðrar boðmiðlunar sem skilar árangri.

Það sem kjarnar náttúruvernd er sú samfélagslega skylda að ein kynslóð rýri ekki möguleika þeirra næstu að nýta auðlindir náttúrunnar og viðhalda þannig jöfnuð á milli kynslóða, eða það sem stundum er kallað sjálfbær þróun. Náttúruvernd er því samkomulag um að vernda náttúruna gegn ásókn mannsins þannig að gæði hennar og auðlindir séu ekki skertar.   

Samfélagsleg ábyrgð er sá þáttur í starfsemi fyrirtækja sem sífellt fer stækkandi. Fyrirtæki eru orðin meðvituð um mikilvægi þess að geta sér góðs orðspors, og umgengni fyrirtækja við náttúruna og þá sem jörðina byggja er stór þáttur í því hve gott eða slæmt orðspor fyrirtækjanna er. Sífellt auknar kröfur um sjálfbæra viðskiptahætti og gæðavottaðar afurðir meðal neytenda veita fyrirtækjum og stofnunum mikið aðhald í nútímasamfélagi. 

 

Nýjast á Úlfaslóð

setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Ef upp kemst um óviðeigandi hegðun eða brot starfsmanns gæti þurft aðstoð óháðra sérfræðinga Til að finna farsæla lausn þarf heiðarlegt samtal að geta átt sér stað Engin tvö tilvik eru eins Því miður líður varla sú vika að ekki berast fréttir af óviðeigandi hegðun og jafnvel kynferðisbrotum einstaklinga sem ýmist eru í áhrifastöðum í

smelltu og lestu »
Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »