Náttúruvernd
útgefið

Um fátt hefur verið tekist jafn harkalega í íslensku samfélagi og náttúruvernd. Sérhver stórframkvæmd þar sem náttúrunni er raskað eða óafturkræfar breytingar eiga sér stað hafa ætíð kallað á hörð viðbrögð. Stefnumótun fyrirtækja með rekstur sem tengist náttúruvernd með einum eða öðrum hætti verður sífellt fyrirferðameiri hluti af starfsemi þeirra. Ráðgjafar Cohn & Wolfe nálgast sérhvert verkefni með aðferðafræði samhæfðrar boðmiðlunar sem skilar árangri.

Það sem kjarnar náttúruvernd er sú samfélagslega skylda að ein kynslóð rýri ekki möguleika þeirra næstu að nýta auðlindir náttúrunnar og viðhalda þannig jöfnuð á milli kynslóða, eða það sem stundum er kallað sjálfbær þróun. Náttúruvernd er því samkomulag um að vernda náttúruna gegn ásókn mannsins þannig að gæði hennar og auðlindir séu ekki skertar.   

Samfélagsleg ábyrgð er sá þáttur í starfsemi fyrirtækja sem sífellt fer stækkandi. Fyrirtæki eru orðin meðvituð um mikilvægi þess að geta sér góðs orðspors, og umgengni fyrirtækja við náttúruna og þá sem jörðina byggja er stór þáttur í því hve gott eða slæmt orðspor fyrirtækjanna er. Sífellt auknar kröfur um sjálfbæra viðskiptahætti og gæðavottaðar afurðir meðal neytenda veita fyrirtækjum og stofnunum mikið aðhald í nútímasamfélagi. 

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »