Umhverfisvernd
útgefið

Þar sem náttúruvernd snýst um vernd náttúrunnar gegn ásókn mannsins, lýtur umhverfisvernd að hinni manngerði náttúru, umhverfinu. Ólíkt náttúrunni sem er frjótt og síbreytilegt afl er umhverfið mótað af geðþótta, tísku og viðhorfum mannsins meðal annars til umhverfis, borgarskipulags og samgöngumála á hverjum tíma. 

Um leið og við viljum tryggja öryggi mannsins í umhverfinu er nauðsynlegt að hlúa að umhverfinu. Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og aðrir hagaðilar hafa á undanförnum árum orðið sér meðvitaðri um samfélagslega ábyrgð þar sem nýting á gæðum náttúrunnar gangi hvorki í berhögg við núverandi né komandi kynslóðir.

Orðspor fyrirtækja er fjöregg þess. Mikilvægur liður í því eru samhæfð og fumlaus boðskipti sem byggja á aðferðafræðilegum grunni og uppsafnaðri kunnáttu í hinum stafræna heimi. Sérfræðingar Cohn & Wolfe hafa áralanga reynslu í árangursdrifnum skilaboðum boðmiðlunar á grunni aðferðafræðilegrar þekkingar sem verður sífellt mikilvægari í heimi nútímaviðskipta. 

 

 

Nýjast á Úlfaslóð

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »
woman in black shirt holding white plastic bottle

Covid-19 jók netnotkun heimsins. Hvað gerðist á Íslandi?

Covid-19 faraldurinn hefur leitt til aukningar á notkun snjalltækja og breyttrar hegðunar fólks á netinu um allan heim. Ísland er engin undantekning en mörg fyrirtæki tóku meðal annars upp heimsendingar, lækkuðu verð og juku úrval vara á netinu svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að 92% landsmanna notuðu Facebook í maí og 70% Youtube

smelltu og lestu »