Matvæli
útgefið

Við ráðum yfir reynsluboltum þegar kemur að matvælaiðnaðinum. Við getum sýnt óendanlegan fróðleiksþorsta og áhuga á ótrúlegustu vörum. Við kunnum að búa til tækifæri fyrir góðar stundir. Og það sem meira er, áhugi okkar smitar út frá sér enda höfum við metnað til að koma íslenskri matarframleiðslu á framfæri.

Þá er ekki verra að við eigum mjög auðvelt með að taka eitthvað flókið og skýra það á einfaldan hátt. Þar hjálpar sú reynsla sem við ráðum yfir eftir margra ára samstarfi við stóra matvælaframleiðendur á Íslandi sem erlendis.

Einn stærsti kosturinn er hvernig fyrirtæki í viðskiptum hjá okkur njóta hugmyndauðgi okkar þar sem við erum sífellt að benda á hugmyndir og leiðir. Við getum verið eldsnögg að benda á hagkvæmar leiðir til að ná til neytenda, nýjar leiðir!

Við leggjum áherslu á forvarnarstarf og því fylgjumst við vel með umræðu um matvælageirann og erum fljót að benda viðskiptavinum okkar á aðsteðjandi hættur. Slíkt samstarf þýðir að neytendur njóta góðs af jákvæðri vöruþróun.

Það eru engar copy/paste lausnir hjá okkur. Það skiptir engu hvort um er að ræða fréttatilkynningar, endurhönnun eða hreinlega endurhugsun – þetta er allt hluti af okkar daglega lífi á Íslandi sem á öðrum skrifstofum Cohn & Wolfe.

Mundu, að án trausts verða engin viðskipti.

Nýjast á Úlfaslóð

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »
woman in black shirt holding white plastic bottle

Covid-19 jók netnotkun heimsins. Hvað gerðist á Íslandi?

Covid-19 faraldurinn hefur leitt til aukningar á notkun snjalltækja og breyttrar hegðunar fólks á netinu um allan heim. Ísland er engin undantekning en mörg fyrirtæki tóku meðal annars upp heimsendingar, lækkuðu verð og juku úrval vara á netinu svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að 92% landsmanna notuðu Facebook í maí og 70% Youtube

smelltu og lestu »