Matvæli
útgefið

Við ráðum yfir reynsluboltum þegar kemur að matvælaiðnaðinum. Við getum sýnt óendanlegan fróðleiksþorsta og áhuga á ótrúlegustu vörum. Við kunnum að búa til tækifæri fyrir góðar stundir. Og það sem meira er, áhugi okkar smitar út frá sér enda höfum við metnað til að koma íslenskri matarframleiðslu á framfæri.

Þá er ekki verra að við eigum mjög auðvelt með að taka eitthvað flókið og skýra það á einfaldan hátt. Þar hjálpar sú reynsla sem við ráðum yfir eftir margra ára samstarfi við stóra matvælaframleiðendur á Íslandi sem erlendis.

Einn stærsti kosturinn er hvernig fyrirtæki í viðskiptum hjá okkur njóta hugmyndauðgi okkar þar sem við erum sífellt að benda á hugmyndir og leiðir. Við getum verið eldsnögg að benda á hagkvæmar leiðir til að ná til neytenda, nýjar leiðir!

Við leggjum áherslu á forvarnarstarf og því fylgjumst við vel með umræðu um matvælageirann og erum fljót að benda viðskiptavinum okkar á aðsteðjandi hættur. Slíkt samstarf þýðir að neytendur njóta góðs af jákvæðri vöruþróun.

Það eru engar copy/paste lausnir hjá okkur. Það skiptir engu hvort um er að ræða fréttatilkynningar, endurhönnun eða hreinlega endurhugsun – þetta er allt hluti af okkar daglega lífi á Íslandi sem á öðrum skrifstofum Cohn & Wolfe.

Mundu, að án trausts verða engin viðskipti.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »
setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Ef upp kemst um óviðeigandi hegðun eða brot starfsmanns gæti þurft aðstoð óháðra sérfræðinga Til að finna farsæla lausn þarf heiðarlegt samtal að geta átt sér stað Engin tvö tilvik eru eins Því miður líður varla sú vika að ekki berast fréttir af óviðeigandi hegðun og jafnvel kynferðisbrotum einstaklinga sem ýmist eru í áhrifastöðum í

smelltu og lestu »