Farðu skrefi lengra. . .
útgefið

Ímyndið ykkur ef náttúran væri einsleit, sköpuð þannig að eitt snið hæfði öllum. Engan mun væri að finna í söng lóunnar, hneggi hrossagauksins eða velli spóans, heldur tístu þeir allir eins, sérhver dagur væri eins, án tilbrigða, blæbrigða, eilíf endurtekning hins sama. Hver gæti óskað sér lífs við slík skilyrði?

Við hjá Cohn & Wolfe nærum hið nýja, óvænta, djarfa. Við vitum að hugmyndir koma í öllum stærðum og gerðum, þannig eru hinar margbreytilegu formgerðir samtíma okkar. Aðferðafræðileg nálgun okkar á viðfangsefninu sveigir framhjá stöðluðum sniðum og við leitum leiða til að finna árangursríkar lausnir sem eru klæðskerasniðnar að sérhverjum viðskiptavini okkar. Þannig finnum við lausnir sem fanga kjarna vörumerkisins og einkenni þess.

Hjá Cohn & Wolfe snúast samskipti um að virkja fólk, gera það meðvitað um skilaboð, um vöru, vörumerki, skipulagsheildir og sambönd. Hver er afleiðing þess? Samskipti og samvirkni sem gera vörumerki svo öflug að þau breyta viðmiðum þess markaðs sem þau eiga hlutdeild að.

Vissulega gætum við fetað hinn örugga stíg síbylju, endurtekningarinnar, en nei, við kjósum að feta hinn fáfarna stíg sem leiðir okkur að nýjum slóðum, spennandi áfangastöðum.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »