Okkar eigin óreiða
útgefið

Hvernig meðvitund um „siðglöp“ getur leitt til breytinga

Ísland var fyrsta þjóðin af mörgum sem þurftu að súpa seiðið af alþjóðlegri fjármálakrísu en Íslendingar voru einnig fyrstir til að bregðast við kreppunni og reyna að horfast í augu við breytta heimsmynd.

Við þær aðstæður gerðu starfsmenn Cohn & Wolfe Íslandi sér ljóst mikilvægi þess að finna sérhæfðar fræðilegar skilgreiningar og hugtök til að ná að fanga þann nýja veruleika sem íslensk tunga átti engin orð um. Cohn & Wolfe Íslandi, og í reynd þjóðin öll, þurfti hugtök sem fönguðu þær breyttu aðstæður sem landsmenn stóðu nú andspænis.

Fordæmislaus heiðarleiki

Íslendingar brugðust við af hörku og gagnrýndu harkalega þá aðila sem þeir töldu ábyrga. Þann 11. október 2008 hófust mótmæli fyrir framan Alþingi og þeim lauk ekki fyrr en 31. janúar 2009 þegar stjórnin hraktist frá völdum.

Nýtt þing stóð að rannsóknarnefnd sem ætlað var að rannsaka nákvæmlega ástæður efnahagshrunsins. Afsprengi þeirra vinnu varð níu bindi af gagnrýni, unnin af fordæmislausum heiðarleika.

Íslendingar áttuðu sig á því að eitthvað var alvarlega bogið við þá viðskiptahætti sem stærstu fyrirtæki landsins höfðu ástundað. Stjórnmálastéttin og eftirlitsstofnanir höfði einnig algerlega brugðist hlutverki sínu líkt og rannsóknarskýrslan útlistaði ítarlega.

Breyttur orðaforði

Almenningur var óhræddur við að nota stóryrði til að lýsa því sem hafði viðgengist, sumum fannst orðin sannfærandi en aðrir féllust ekki á að þau lýstu af nákvæmni undangengnum atburðum. Íslenskuna vantaði orð sem næði yfir verknað brjálæðingsins, þekkingarskort sem leiðir til þess að reglum og hefðum er ekki fylgt og hreinræktaðs siðleysis þar sem brotið er vísvitandi gegn betri vitund. Íslenskuna vantaði nýtt orð eins og „siðglöp“. Orð sem lýsir gerðum sem byggja á siðferðilegu kæruleysi sem er lýsandi fyrir orsakir þess efnahagslega fárviðris sem gekk yfir landið.

Hugtakið siðglöp verður til

Orðið „siðglöp“ var skapað af Cohn & Wolfe Íslandi til að takast á við þær aðstæður sem lýst er að ofan. Merkingunni er ef til vill best lýst sem „siðferðileg afglöp“. 

Siðglöp eru lýsandi fyrir orsakir efnahagshrunsins þar sem fólk tekur óafvitandi ákvörðun sem manneskja með ábyrgðartilfinningu og þroskaða siðferðiskennd myndi láta ógert að taka. Ákvarðanataka á þessum grunni hafði gríðarlega neikvæðar afleiðingar eins og fall íslensku bankanna og áframhaldandi fjármálakrísa í Evrópu bera vitni um. Andstæða siðglapa er fagmennskan, birtingarmynd ábyrgðarfullra athafna, sem lét í minni pokann.

Á þeim tímamótum sem þjóðin stendur nú frammi fyrir að loknum kosningum hafa Íslendingar fengið nákvæmt faghugtak sem kjarnar það vandamál sem þjóðin stóð frammi fyrir, hugtak sem gerir fólki kleift að takast á við skilgreint vandamál.

Skrásetning orðsins

Cohn & Wolfe leggur ríka áherslu á nákvæma notkun orða og hugtaka. Ráðgjafar útibúsins í Reykjavík þurfa iðulega að leggja hausinn í bleyti og finna nýjum hugtökum íslenskan búning. Eftir ítarlegar athuganir varð niðurstaða þeirra sú að helsta vandamálið sem þjóðin glímdi við voru siðglöp. Þar sem Cohn & Wolfe Íslandi bjó til orðið var það einnig hlutverk þess að kynna það almenningi og viðskiptavinum stofunnar. Til að mynda þurfti að fá orðið viðurkennt og skrásett í nýyrðaorðabók íslenskrar tungu. Aðeins þannig er hægt að uppræta hugsunarleysi og kæruleysi þeirra sem fara með völdin svo við getum komist að niðurstöðu um hvað þjónar hagsmunum samfélagsins best.  

Nýjum þingmönnum verður að vera ljóst að óásættanlegt er að aðhafast ekkert þegar þeir eru meðvitaðir um þær hörmulegu afleiðingar sem slíkt athafnaleysi felur í sér. Góður ásetningur og siðferðisþrek er til lítils sé gagnrýnin hugsun látin lönd og leið.

Vinnusiðferði

Maðurinn fæðist ekki siðmenntaður. Siðferði og siðgæði eru eiginleikar sem sérhver maður þarf að læra og tileinka sér, en þeir geta líka tapast. Við ættum ekki að samþykkja siðglapa til þeirra starfa sem snúa að hag og velsæld þjóðar og samfélags og búast við árangursríkri útkomu. Sé skortur á heilindum, fagmennsku og siðferðisþreki gildir einu hvort um stjórnmálamann eða viðskiptajöfur ræðir.

Við álítum siðglöp andhverfu fagmennsku. Fagmaðurinn hagar sér í samræmi við aðferðafræði og siðferði sinnar greinar og veltir fyrir sér eigin gildum og viðhorfum. Fagmaðurinn gefur loforð um að nýta þekkingu sína til að hjálpa öðrum og tryggir jafnframt að hann hafi nægilegt þrek til að fylgja reglum hlutaðeigandi greinar.

Að koma fram með orð sem er lýsandi og einkennandi fyrir einn helsta meinvarg sem vestræn samfélög fást við er í raun okkar fiðrildaáhrif, í baráttu okkar gegn þeim öflum eyðileggingar og niðurrifs sem við eigum við að etja. Það er framlag fagmanna.

Það er einnig faglegt loforð Cohn og Wolfe að vera strangheiðarlegir, viðra áhyggjur okkar og innleiða nýja aðferðafræði og nýja orðun til að fást við þá sem létu blindast af kæruleysi og stefnuleysi. Þeirra sem virða að vettugi fagmennskuna.

Greinin hefur áður verið birt á www.cohnwolfe.com og hjá www.ipra.org sem eru alþjóðasamtök almannatengla.

{loadposition skyldar}

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »
setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Ef upp kemst um óviðeigandi hegðun eða brot starfsmanns gæti þurft aðstoð óháðra sérfræðinga Til að finna farsæla lausn þarf heiðarlegt samtal að geta átt sér stað Engin tvö tilvik eru eins Því miður líður varla sú vika að ekki berast fréttir af óviðeigandi hegðun og jafnvel kynferðisbrotum einstaklinga sem ýmist eru í áhrifastöðum í

smelltu og lestu »