Ert þú þú eða það sem þú selur?
útgefið

Markaðsvinna er þróunarvinna. Tilraunir fram og tilbaka. Þessvegna þurfum við þróunaráætlun og sóknarstefnu sem hagstætt leiðir það skipulag sem við vinnum í. Stefna leiðir skipulag og allar aðgerðir eru þrælar stefnunnar. Ekki öfugt einsog oft er sagt.

Markmið og val á leiðum

Vara, þjónusta, verð, boðmiðlun – eru leiðir að markmiðum sem stefnan markar. Reynslan sýnir að stefnur og mælanleg markmið boðmiðlunar eru ekki algengar í íslenskum fyrirtækjum.

Ósértæk vandamál boðmiðlunar eru oftast leyst með sértækum lausnum einsog auglýsingum eða fréttatilkynningum. Kannski er þetta skiljanlegt vegna þess að það er auðvelt að kaupa auglýsingar og skrifa fréttatilkynningu.

Talsverðs misskilnings gætir þegar kemur að vali á leiðum til staðfærslu og mörkunar. Alltof margir boða eina leið. Margir segja að seljandi vöru skipti ekki lengur máli. Eða minna máli en varan sem þeir selja. Þessir segja að nú verði að leggja alla áherslu á að marka vöru og skapa henni stað í ákveðnu félagslegu umhverfi. Um leið eigi ekki að leggja áherslu á að marka nafn seljanda heldur frekar leggja áherslu á vöruna.

Þetta getur verið rétt. En bara í réttu samhengi. Það fer allt eftir því hver á í hlut. Framleiðandinn eða seljandinn! Aðstæður seljanda skipta hann verulegu máli. Það skiptir máli í hvaða geira hann er í og á hvaða markaði hann ætlar að vinna sína sigra.

 

{loadposition skyldar}

Nýjast á Úlfaslóð

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »
woman in black shirt holding white plastic bottle

Covid-19 jók netnotkun heimsins. Hvað gerðist á Íslandi?

Covid-19 faraldurinn hefur leitt til aukningar á notkun snjalltækja og breyttrar hegðunar fólks á netinu um allan heim. Ísland er engin undantekning en mörg fyrirtæki tóku meðal annars upp heimsendingar, lækkuðu verð og juku úrval vara á netinu svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að 92% landsmanna notuðu Facebook í maí og 70% Youtube

smelltu og lestu »