Ert þú þú eða það sem þú selur?
útgefið

Markaðsvinna er þróunarvinna. Tilraunir fram og tilbaka. Þessvegna þurfum við þróunaráætlun og sóknarstefnu sem hagstætt leiðir það skipulag sem við vinnum í. Stefna leiðir skipulag og allar aðgerðir eru þrælar stefnunnar. Ekki öfugt eins og oft er sagt.

Markmið og val á leiðum

Vara, þjónusta, verð, boðmiðlun – eru leiðir að markmiðum sem stefnan markar. Reynslan sýnir að stefnur og mælanleg markmið boðmiðlunar eru ekki algengar í íslenskum fyrirtækjum.

Ósértæk vandamál boðmiðlunar eru oftast leyst með sértækum lausnum eins og auglýsingum eða fréttatilkynningum. Kannski er þetta skiljanlegt vegna þess að það er auðvelt að kaupa auglýsingar og skrifa fréttatilkynningu.

Talsverðs misskilnings gætir þegar kemur að vali á leiðum til staðfærslu og mörkunar. Alltof margir boða eina leið. Margir segja að seljandi vöru skipti ekki lengur máli. Eða minna máli en varan sem þeir selja. Þessir segja að nú verði að leggja alla áherslu á að marka vöru og skapa henni stað í ákveðnu félagslegu umhverfi. Um leið eigi ekki að leggja áherslu á að marka nafn seljanda heldur frekar leggja áherslu á vöruna.

Þetta getur verið rétt. En bara í réttu samhengi. Það fer allt eftir því hver á í hlut. Framleiðandinn eða seljandinn! Aðstæður seljanda skipta hann verulegu máli. Það skiptir máli í hvaða geira hann er í og á hvaða markaði hann ætlar að vinna sína sigra.

{loadposition skyldar}

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »